Saturday, January 15, 2005

Sharon neitar að tala við Abbas nema sá síðarnefndi hefji fyrst innbyrðis borgarastyrjöld meðal Palestínumanna. Það er nú það eina sem þá vantar, bræðravíg, ha? Það kæmi Ísraelum reyndar vissulega vel að kljúfa raðir Palestínumanna. Það er verkefnið sem Abbas á að leysa af hendi núna: Rjúfa samstöðuna. Í þessu sambandi vil ég benda fólki á að lesa þessa grein.

Þetta er ljóta vitleysan. Það er alveg á hreinu hvað þarf að vera fyrsta skref til friðar í Mið-Austurlöndum: Ísraelska ríkisstjórnin þarf að vilja frið. Sharon er ekki friðarboði, ekki aldeilis. Gleymum ekki því, hverjir halda hverjum í herkví. Það eru Ísraelar sem halda Palestínumönnum í herkví, ekki öfugt. Það eru Ísraelar sem eru að flæma þá burt af landi sínu. Ísraelar halda upi útgöngubönnum og ferðabönnum, hindra allt frá skólahaldi til sorphirðu og meina mönnum vatn og lífsviðurværi. Það er vandamálið.

No comments:

Post a Comment