Friday, January 28, 2005

Össur Skarphéðinsson og Samfylkingin bauna ótæpilega á Halldór Ásgrímsson fyrir það hvernig ákvörðunin um að styðja Íraqsstríðið var tekin.

Hvers vegna bauna þau ekki á Davíð Oddsson?

Þau hljóta að vera að undirbúa það, að gera sér dælt við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað býsna sterka meirihlutastjórn. Ég sé varla fram á að með þessu áframhaldi verði vinstristjórn næsta kjörtímabil, heldur ný Viðeyjarstjórn. Jamm, það líst mér ekki vel á.



Það er annars annað sem margir virðast horfa framhjá: Það er rangt að ákvarðanir um stríðsrekstur, stuðning við stríðsrekstur eða efnahagsþvinganir séu teknar ólöglega eða ólýðræðislega. Það er forkastanlegt að svona ákvörðun sé tekin í trássi við skýra andstöðu ótvíræðs og yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Það er líka rangt að einstök ríki taki einhliða að sér að "framfylgja" (ólöglega) samþykkt öryggisráðs SÞ, sem að öllu jöfnu þarf að taka sérstaka ákvörðun um að grípa til vopna, það gerist ekki átómatískt.



Það sem er rangt við þetta stríð er stríðið sjálft!





Það er nú það, þegar öllu er á botninn hvolft. Hvað er rangt við morð af ásetningi og í ábataskyni? Er það ánatinn? Skiptir máli hvort það er framið með snöru eða lurki eða rörtöng? Skiptir máli hvort fórnarlambið var dónalegt við pabba gerandans 12 árum áður?

(a) Það er rangt að fara í stríð við aðra.

(b) Það er rangt að ræna náttúruauðlindum af öðrum.

Hvað er flókið við þetta? Þarf að skera þetta út í pappa handa ónefndum þöngulhausum? Þarf fjólubláa risaeðlan Barney að dansa þetta fyrir þá?

Íraqsstríðið er skólabókardæmi um heimsvaldastríð. Valdastétt Bandaríkjanna ásælist það sem valdastétt Íraqs á og ræðst því á Íraq. Bandarískir skattborgarar borga vígtólin, bandarískir fátæklingar sjá um skítverkin, írasqir fátæklingar falla unnvörpum í valinn, fórnað á altari heimsvaldastefnunnar, írasqa valdastéttin makar krókinn eftir á með því að beygja sig fyrir Bandaríkjastjórn og spila með í að nýta olíulindirnar og halda heimamönnum í skefjum.

Kosningar? Bah! Þessar ksoningar verða hlægilegur, nei, sorglegur, tragikómískur skrípaleikur, sett á svið, til hvers?

Til þess að það verði til írösq ríkisstjórn (les: leppstjórn) sem getur "löglega" veitt bandarískum fyrirtækjum heimild til olíuvinnslu og annars starfs í landinu. Aðallega samt olíuvinnslu.

No comments:

Post a Comment