Thursday, January 13, 2005

Hmm ... merkilegt ef satt er. Skipulögðu al-Qaeda-liðar árásina á íslensku málaliðana? Ekki hef ég forsendur til að játa því eða neita, en hljómaði ekki lýsingin á þessari teppakaupaferð eins og hún væri farin með skömmum fyrirvara? Eða ætli þessir al-Qaeda-menn hafi haft innanbúðar-upplýsingar? Dularfullt.

Ég held annars að það sé vafasamt að tala um al-Qaeda-menn á þennan hátt. Eftir því sem ég kemst næst eru al-Qaeda nefnilega mjög lauslega gyrt samtök og halda hvorki félagaskrá, né eru miðstýrð, né annað slíkt. Fyrir utan grunsamlega sterk tengsl við leyniþjónustu Bandaríkjanna.



Reiðir, ungir menn í múslimaheiminum eru margir. Þeir eru afl sem gæti valdið valdastéttinni miklum usla ef þeir færu rétt að. Það sem væri hættulegast fyrir forréttindastöðu valdastéttarinnar væri að þessi öfluga róttæknibylgja væri ydd með broddi marxisma og öreigabyltingar.

Annars vegar væri slíkt raunveruleg ógn við forréttindastöðu valdastéttarinnar ... hins vegar er þessi grúi ungra reiðra Serkja "power base" sem hægt er að nýta. Eða, ef ekki nýta, þá altént draga tennurnar úr róttækninni með því að koma afturhaldssamri hugmyndafræði á borð við íslamisma á oddinn.

Mér finnst einhvern veginn liggja í augum uppi hvað þetta væri borðleggjandi leið fyrir valdastéttina. Í aðra röndina er grafalvarlegri ógn við forréttindi þeirra afstýrt eða a.m.k. milduð til muna - í hina röndina er komið verkfæri sem getur afsakað inngrip Bandaríkjahers á olíuauðugustu svæðum heims. Fyrst ég fatta þatta, þá hljóta atvinnuklækjarefir CIA að fatta þetta, ekki satt? Munurinn er sá að ég hef í fyrsta lagi engar bjargir til að nýta mér þetta "power base", né hef ég mikilla hagsmuna að gæta í olíuvinnslubransanum, hergagnaiðnaðinum eða öðru slíku. Það hefur hins vegar valdastétt Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra.



Í stuttu máli sagt, þá mundi það meira en meika sens að valdastétt voldugasta ríkis heims vildi sitja báðumegin við skákborðið til þess að geta haft eins mikil áhrif á valdataflið og hún gæti. Þegar í húfi er jafn mikilvæg náttúruauðlind og olía Mið-Austurlanda -- grundvallarauðlindin, ekki bara fyrir hagkerfið heldur afkomu mannkyns á næstunni -- þá skyldi mig undra að þeir gerðu þetta ekki.



~~~~~~~~~~~~~~~~



Erekat er svartsýnn vegna Abu Mazens. Ansi er ég hræddur um að hann sé þarna nálægt sannleikanum í bölsýni sinni.

No comments:

Post a Comment