Friday, January 14, 2005

Hið íslenska tröllavinafélag



Spurt var:
Hvað ætla menn að aðhafast í þessu félagi? Safna tröllasögum? Skrá og kortleggja klettadranga með GPS-hnitum? Vera með leiðsögn um tröllaslóðir? Hittast og borða góðan mat? Sækja um trúfélagaskráningu?




Svarað er:

Úr Stofnskrá hins íslenska tröllavinafélags:
Hið íslenska tröllavinafélag (HÍT) er félagsskapur áhugafólks og

velunnara trölla. HÍT hyggst beita sér fyrir hvers konar starfsemi

sem getur orðið til þess að bæta samskipti manna og trölla, draga úr

gagnkvæmum fordómum þar á milli, efla vöxt og viðgang trölla á Íslandi

og vernda þau vistkerfi sem tröll hafast við í. Enn fremur hyggst

félagið stuðla að rannsóknum á tröllum og lifnaðarháttum þeirra og

útgáfu á efni því tengdu.

No comments:

Post a Comment