Tuesday, January 11, 2005

Pentagon eru, sem áður segir, að velta fyrir sér að setja upp dauðasveitir til að myrða leiðtoga andspyrnunnar. Það er nú aldeilis framsækin leið til að kljást við pólítísk vandamál, að myrða einfaldlega pólítíska forystu andstæðinganna, ha? Sjá þessa grein. "Myrða þetta bara, ha? Kenna þessu lexíu með því að myrða þetta, ha?"



Andspyrnan í Íraq samanstendur ekki af glæpamönnum og illþýði eins og sumir vilja vera láta. Þarna er á feðrinni pólítískt vandamál, sem er ólögleg og óafsakanleg herseta bandarísks innrásarliðs. Meira að segja í alþjóðalögum er þjóðum tryggður rétturinn til að verjast erlendu innrásarliði, þótt það sé gert með vopnavaldi. Á sama hátt og andspyrna Palesínumanna gegn ísraelska hernámsliðinu er lögleg, þá er andspyrna Íraqa gegn bandaríska hernámsliðinu það líka. Þarna er á ferðinni sjálfsvörn þjóðar.



"Já, það blasir við að það eina sems töðvar þessa forhertu og heilaþvegnu atvinnuglæpamenn og samviskulaust bjúgsverðum-sveiflandi illþýði er að myrða það bara. Kalt mat. Myrða þetta."



Ætli Halldór Ásgrímsson styðji stofnun morðsveita gegn pólítískum leiðtogum þjóðfrelsishreyfingarinnar? Mér þætti fróðlegt að vita það. Kannski getur hann ekki annað, landstjóraleppur bandarískra heimsvaldasinna á Íslandi, þessum fylgihnetti Bandaríkjastjórnar. Ætli Íslendingar geti nokkuð andmælt, hersetin þjóð í 54 ár?



Hmm ... meðan íbúar hernumdu svæðanna í Palestínu hafa verið hersetnir síðan 1967 og, eins og Jón Valur Jensson benti réttilega á í nýlegri grein, íbúar Tíbet síðan 1959. En Íslendingar hafa verið hersetnir síðan 1951!

No comments:

Post a Comment