Thursday, January 13, 2005

Bandaríkjastjórn hefur gefist upp á að finna gereyðingavopn í Íraq. Ég held að það sé þá útrætt. Gereyðingarvopnin voru ósönn átylla fyrir ólöglegri innrás. Hin sanna ástæða fyrir innrásinni: Olía. Bush segir að innrásin hafi samt verið "þess virði" og það er ekki að undra, hrein uppgrip fyrir valdastétt Bandaríkjanna.



Var að bæta við hlekk hér til hliðar, á Sambar for Pins and Flags, þar sem er ágætt úrval af merkjum og dóti.



Írasqa andspyrnan höfðar til liðsmanna innrásarliðsins um að leggja niður vopn. Vonandi gera þeir það.



Aðskilnaðarsinnar í Aceh ítreka boð um vopnahlé ... ætli Indónesíuher sé í fullri sókn gegn þeim þessa dagana? Ekki að það kæmi á óvart, þannig séð, en fjandinn, það þykir mér níðingslegt, að nota þetta tækifæri til að lúskra á aðskilnaðarsinnunum. Sem ég segi, þá kæmi það því miður ekki á óvart. Indónesíuher er með ljóta ferilsskrá.

No comments:

Post a Comment