Monday, January 31, 2005

Marxískt erfðaveldi? Suður-Kóreski fjölmiðlamaðurinn sem það er haft eftir, að Norður-Kórea sé "marxískt erfðaveldi" ætti að prófa að fletta upp á "marxisma" í orðabók. Norður-Kórea hefur lítið með marxisma að gera og þykist ekki einu sinni lengur hafa hann að leiðarljósi. 1977 vék marxismi formlega sem leiðarstjarna Hins lýðræðislega alþýðulýðveldis Kóreu og við tók opinber hugmyndafræði Kim Il-sungs, Juche. Juche-erfðaveldi er nafngift sem ég gæti vel fallist á, en að kalla Norður-Kóreu marxískt ríki er ekkert annað en dylgjur. Það er út af málflutningi sem þessum sem marxismi fær á sig slæmt orð. Þegar harðstjórar sveipa sig hinum rauða fána.

No comments:

Post a Comment