Wednesday, January 26, 2005

King George, gíslataka í Íraq, um Nepal og eitthvað fleira



Lesið greinina „King George“ eftir Uri Avnery. Ansi hreint góð grein, eins og við mátti búast af honum.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Frétt: Bandaríski gíslinn Roy Hallams í haldi hjá írösqum andspyrnumönnum:
„I'm asking for help because my life is in danger because it's been proved that I work for American forces.“ ... [H]e says he wants help from Arab leaders but not from President Bush. ... „I'm not asking for any help from President Bush because I know of his selfishness and unconcern to those who've been pushed into this hellhole, ... I am asking for help from Arab rulers, especially (Libyan) President Muammar Gaddafi, because he is known for helping those who are suffering.“


~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Í Nepal heldur þráteflið áfram. Kanslarinn (það er ekki hægt að kalla hann forsætisráðherra) Deuba hefur umboð konungsins til að halda kosningar (sem eiga að vera fljótlega) og til að reyna að ná sáttum við maóistana. Hann hefur hins vegar ekki umboð til að koma til móts við Prachanda og félaga, eins og með því að taka upp lýðræðislega stjórnarhætti, svo þeir vilja ekki tala við hann og hóta illu í kring um kosningarnar. Það kæmi manni ekki á óvart að það yrði mikið barist í kring um þær. Prachanda segir að maóistar muni samþykkja samningaviðræður við mann sem hafi umboð til þess að ganga að kröfum þeirra. Það segir nokkuð um stjórnmálahlutföllin í Nepal, að meðan maóistar hafa feiknamikið umleikis (ég hef ekki prósentutölur), þá er einn af stærstu flokkunum á þinginu flokkur sem kennir sig við marx-lenínisma. Prachanda kallar þá svikara, ég veit fyrir víst ekki hvað er hæft í því, en ég held að þeir séu beinn arftaki gamla stalínistaflokksins, ef það gefur nokkra vísbendingu... Maóistar taka ekki þátt í þinginu og varla að margir stuðningsmenn þeirra kjósi þá í kosningunum, en þó eru marxlenínistar, að mig minnir, með næst-stærsta þingflokkinn. Þingið er næsta valdalítið, og Deuba, sem er kallaður forsætisráðherra en er líkari gamaldags kanslara, sækir umboð sitt ekki til þess heldur beint til konungsins. Eftir morðin á konungsfjölskyldunni 2001 færði krúnan mjög út völd sín, framkvæmdavaldið, á kostnað þingsins. Það eru annars uppi samsæriskenningar um fjöldamorðin. Sagt að vestrænar sérsveitir hafi myrt konungsfjölskulduna og Birendra krónprinsi kennt um, til að koma Gyanendra að sem konungi, sem er þekktur fyrir óbilgirni (les: ruddaskap og harðfylgi) gagnvart uppreisnarmönnunum.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

„I was a bombadier in WW 2. When you are up 30,000 feet you do not hear the screams or smell the blood or see those without limbs or eyes. It was not til I read Hersey's Hiroshima that I realized what bomber pilots do.“
-- Howard Zinn

No comments:

Post a Comment