Sunday, January 16, 2005

Það er grein eftir mig á Múrnum í dag og það er líka grein eftir mig á Vantrú í dag!



Sharon hótar hörðu ef Abbas efnis ekki til borgarastríðs meðal Palestínumanna. Eða, réttara sagt, Sharon lofar hörðu. Hvers vegna snýst umræðan um að Palestínumenn verði að leggja niður vopn? Barátta þeirra er barátta þjóðar fyrir frelsi sínu. Umræðan ætti að snúast um að Ísraelar dragi allt sitt lið út af herteknu svæðunum og fari að leita friðar í góðri trú. Orðið "terror" hefur verið gengisfellt af þeim sem stjórna orðræðunni á Vesturlöndum. Það er étið gagnrýnislaust upp eftir ráðamönnum, sem nota það einfaldlega gegn óvinum sínum. Það er ekki hryðjuverk, þegar menn verjast innrásarher. Árásir írasqra borgara á bandaríska hermenn í Íraq eru þannig ekki hryðjuverk, og heldur ekki árásir palestínskra borgara á ísraelska hermenn á herteknu svæðunum. Þetta kallast skæruhernaður eða andspyrna, en terrorismi er það ekki.

Nú eru menn ekki á eitt sáttir, hvað skuli kallast terrorismi og hvað ekki. Það virðist þó vera viðtekið að í því felist að með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi valdi terroristarnir almenningi ótta, sem þeir nýti sér síðan í pólítískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Er það ekki nákvæmlega það sem vestrænar ríkisstjórnir (einkum Bandaríkjastjórn) eru að gera? Það er alið á hræðslu fólk til þess að réttlæta svokallað "stríð gegn hryðjuverkum" sem felur einkum í sér árásarstríð gegn öðrum ríkjum og aðför að mannréttindum heima fyrir. Menn tala um "alþjóðleg hryðjuverk" eins og þau séu helsta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir í heiminum í dag. Það er einfaldlega ekki satt. Hryðjuverk eru ekki einu sinni ofarlega á listanum yfir alvarlegar ógnir. Á hverju ári falla milli 2000 og 4000 manns í hryðjuverkaárásum. Hvað ætli margir láti lífið í umferðarslysum í New York einni? Hvað ætli margir svipti sig lífi? Hvað ætli margir falli fyrir malaríu eða úr hungri? Hvað dóu margir vegna gróðurhúsaáhrifa á síðasta ári? Hveru margir féllu í Íraqsstríðinu?

No comments:

Post a Comment