Friday, January 7, 2005

Já, ég strengdi áramótaheit eins og margir. Eða eins konar áramótaheit. Og nei, ég ætla ekki að deila því með umheiminum hér á þessu bloggi.

~~~~~~~~~~~





Á mínu heimili erum við ennþá áskrifendur að Andrési Önd á dönsku. Áðan kom nýjasta tölublað. Það var nú skrítið. Þetta var jólablað, sem kom inn um lúguna. Það voru tvær eða þrjár sögur þar sem jólasveinninn kemur við sögu og dagsett 20. desember. Ætli Danir hafi svissað yfir í júlíanska tímatalið án þess að láta aðra vita?

Í einni sögunni hringir jólasveinninn í Jóakim. Þá eru nissarnir hans í verkfalli og krefjast þess að fá fleiri smákökupásur og meira kakó á vinnutíma. Í kröfugöngu ber einn þeirra ber meira að segja skilti þar sem stendur "Al magt til nisserne" - Alræði jóladverganna. Mér finnst þetta nú drepfyndið, þrátt fyrir sterkan and-verkalýðssinnaðan brodd í sögunni. Verkfallsnissarnir eru svo leiðinlegir að setja fram ósanngjarnar kröfur um að frú Jólasveinn baki miklu meira af kökum en hún á auðvelt með, og allt bitnar það á blessuðum börnunum, sem fá ekki gjafirnar sínar í tæka tíð. Ætli Pat og Carol McGreal, sem eru höfundar sögunnar, séu á mála hjá vinnuveitendasambandinu?



Annars er þetta blað líka merkilegur vitnisburður um Evrópusamrunann. Það er á dönsku og gefið út í Danmörku. Forlagið er samt Egmont í Malmö, Svíþjóð! Blaðinu er síðan pakkað í Hollandi og sent út frá Sviss. Ja, lífið er skrítið, ég segi nú ekki annað.

No comments:

Post a Comment