Friday, January 28, 2005

Dick Cheney með ósmekklegt uppistand í Auschwitz.

~~~~~~~~~~

Hamassamtökin vinna sigur í sveitarstjórnarkosningum á Gaza. Öfugt við það sem margir halda eru Hamas meira en bara einhver samtök brjálæðinga með byssur. Hamas er stjórnmálaflokkur, og Hamas-menn sjá aðþrengdum fátæklingum á Gaza fyrir lífsnauðsynjum. Það má segja að pólítískir innviðir Gaza séu að miklu leyti Hamas að þakka. Svo er vopnaður armur Hamas, Izz'adin al-Qassam-herdeildirnar, sem annars vegar heldur uppi vörnum fyrir Palestínumenn gegn hernáminu, og hins vegar heldur uppi árásum á Ísraela, þar á meðal á óbreytta ísraelska borgara.

Ísraelar segjast draga úr viðbúnaði hersins á Gaza. Ég er skeptískur, en áhugasamur.

~~~~~~~~~~

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin í Íraq:
Yfirkjörstjórn í Írak segir að 14 miljónir af 27 geti komist á kjörstað á sunnudag.



George Bush Bandaríkjaforseti, gerir ráð fyrir því að þeir leiðtogar sem Írakar kjósa sér á sunnudag vilji að bandaríski herinn verði áfram í landinu. Bush segir í viðtali við blaðið New York Times að herinn verði kallaður heim fari nýkjörin stjórn fram á það. Verið sé að kjósa ríkisstjórn í sjálfstæðu ríki.


Einmitt. Sénsinn að Bandaríkjaher fari bara heim til sín án þess að mögla eftir að hafa kostað hátt á annað hundrað milljörðum dollara til þessa stríðs. Og sénsinn að þeir verði beðnir um það. Hvernig hefði Quisling farið að án þýskra hermanna? Ef stór hluti írösqu þjóðarinnar er andvígur því að leppstjórn Bandaríkjanna sé við stjórnvölinn, þá er hún vægast sagt óörugg í sessi -- á allt sitt undir áframhaldandi veru hernámsliðsins.

No comments:

Post a Comment