Monday, January 17, 2005

Þá, sem ekki vita um hvað málið snýst þegar minnst er á Peak Oil, skora ég á að fara á þessa síðu og lesa sér til um það. Peak Oil er sennilega alvarlegasta vandamál mannkynsins, og eitt það alvarlegasta við það er að fyrirbyggjandi aðgerðir gera varla meira en að krafsa í yfirborðið.

~~~~~~~~~~~~~~~



Undur og stórmerki! Guðni Ágústsson skýrir frá því að ákvörðunin um stuðning Íslands við Íraqsstríð hafi verið tekin af Halldóri og Davíð og engum öðrum. Ekki að það hafi ekki allir vitað, en merkilegt að Guðni skuli láta hafa þetta eftir sér.

~~~~~~~~~~~~~~~



Eru Palestínumenn "bara arabar"? Önnur góð grein: "Bush's Cambodia: Syria in the Crosshairs" ... og skv. þessari frétt er verið að verðlauna menn sem bera ábyrgð á pyndingum í Abu Ghraib. Hið hnattræna pyndingagúlag Bandaríkjamanna - óhugnanleg sem sú tilhugsun er - er á leiðinni.

No comments:

Post a Comment