Tuesday, January 4, 2005

Riziq Ziad Musleh, 17 ára Palestínumaður, var skotinn til bana af Ísraelsher, þegar hann var að hengja upp kosningaplaköt með mynd af dr. Mustafa Barghouti, forsetaframbjóðanda og lækni. Skotinn af mönnum Sharons, Sharons sem lofaði því hátíðlega að kosningum Palestínumanna yrði leyft að fara fram með eðlilegum hætti. Skyldi þetta vera hugmynd Sharons um "eðlilegan hátt"?



~~~~~~~~~~~~~~~~

Er ekki með ólíkindum hvað vér Íslendingar erum gleymnir? Man einhver eftir bófunum sem höfðu tugi milljarða af íslensku þjóðinni með verðsamráði um olíu? Eigum við ekki bara að láta þá sleppa? Jú ... þeir lofa að gera þetta ekki aftur.

No comments:

Post a Comment