Monday, January 17, 2005

Hið íslenska tröllavinafélag verður stofnað í Snarrót (Garðastræti 2) á föstudagskvöld klukkan 20. Þeir sem hafa áhuga eru velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér.



Lítið á erlendu linkana á heimasíðunni hjá Nýju afli. Þetta er svei mér undarlegur félagsskapur sem þeir bendla sig við. Tómir hægriflokkar og múslima- og innflytjendaandúðarflokkar. Þarna er kannski komið hið pólítíska sameiningartákn fyrir íslenska rasista? Einkennilegt, þykir mér.



Á Nizkor.org eru fullyrðingar helfararafneitara teknar fyrir og þeim svarað. Þarf verk og krefst þolinmæði, en heilbrigðari nálgun en hin ótrúlega afturhaldspólítík borgaralegra stjórnmálamanna í mörgum Evrópulöndum, að banna einfaldlega helfararafneitun og efa um helförina. Banna fólki með lögum að hafa skoðanir og tjá þær? Það er últra-afturhald og ekkert annað. Ef helfararafneitarar á annað borð hafa rangt fyrir sér hlýtur að vera hægt að hrekja það sem þeir segja. Það styrkir þá bara og gerir þá að píslarvottum að meina þeim málfrelsi. Nizkor.org vinna m.ö.o. þarft verk og gott.



Þið ættuð að líta á Kaffi Hljómalind við Laugaveg. Þar er búið að opna samvinnukaffihús. Ég ætti að líta þangað líka. Þetta virðist vera hið áhugaverðasta og lofsverðasta framtak. Samvinnurekstur er rekstrarform sem ég vildi sjá meira af. (Ég þarf samt varla að taka fram að ég hef lítinn áhuga á skrifræðislegri miðstýringu eins og í SÍS!) Nei, en samvinnuhugsjónin er ekki dauð úr öllum æðum.



Mér finnst að Siggi pönk ætti að koma sér upp kommentakerfi.



Mætið á föstudaginn!

No comments:

Post a Comment