Friday, January 7, 2005

Setningar sem maður heyrir sjaldan:

„Tja, virkjanir eru nú góðar og atvinnulífa á Austurlandi veitir ekki af þeirri vítamínsprautu sem álver í Reyðarfirði væri, en fórnarkostnaðurinn er of hár ef þarf að drekkja hálendinu.“

„Kárahnjúkar eru vissulega ótrúlega fallegt og merkilegt svæði, en ég tel það þess virði að fórna því fyrir virkjun svo hægt sé að reisa álver: Austfirðir þarfnast sárlega iðnaðar og atvinnu.“

„Reyðarfjörður og Kárahnjúkar eru ljótir og asnalegir og mér er alveg sama í sjálfu sér hvort landinu þar er raskað eða ekki, en ég er samt á móti virkjuninni og þessu álveri, sem mundu gera illt verra.“


Fólk virðist skiptast í tvö lið: Annars vegar eru þeir sem eru á móti virkjun og álveri og finnst Kárahnjúkar og Reyðarfjörður vera dýrmætt svæði sem ekki megi spilla. Hins vegar eru þeir sem finnst allt í lagi að spilla svæðunum við Kárahnjúka og í Reyðarfirði og finnst virkjanir og álver vera frábært mál. Hvar eru hinar skoðanirnar? Hvað með þá sem er alveg sama um náttúruna en eru samt á móti álverinu? Hvar eru þeir sem finnst bæði iðnaður og náttúra vera af hinu góða en telja annað betra en hitt? Það fer ekki mikið fyrir þeim.

~~~~~~~~~~

Þessir tónlistarmenn sem komu saman ekki löngu fyrir jól og tóku upp tónlist til styrktar þjáðu fólki í Darfur í Súdan voru svo smekklegir að velja lag sem heitir "Do they even know it's Christmas?". Íbúar Súdan eru múslimar. Taka fleiri en ég eftir vestrænum menningarhroka í þessu vel meinta prodjekti?

~~~~~~~~~~

Hmm ... þetta hlýtur að teljast vera af hinu góða. Þetta líka, býst ég við.

~~~~~~~~~~

Vantrú: Fyrst með fréttirnar. Annars er grein eftir mig á Vantrú í dag.

~~~~~~~~~~

Lýðræði er ekki tveggja manna tal. Satt er það.

No comments:

Post a Comment