Sunday, January 2, 2005

100.000 saklausir framsóknarmenn deyddir?



Hann Halldór Ásgrímsson getur talað fjálglega um að dauði tugþúsunda Íraqa sé nú ásættanlegur fórnarkostnaður og að 500.000 mannslíf eða fleiri, sem viðskiptabannið kostaði, hafi nú verið réttlætanlegt gjald fyrir að halda Saddam „kölska“ Hussein í skefjum svo hann legði nú ekki undir sig heiminn. Hvað eru 600.000 mannslíf milli vina? Flestir muna hvað Stalín á að hafa sagt um svona tölur. Ætli svipað verði ekki haft eftir Halldóri, nema með betri heimildir fyrir því? Tja, ég spyr mig.

Ég spyr mig. Hvað ef þetta hefðu ekki verið 600.000 írasqir borgarar?

Hvað ef þetta hefðu verið 600.000 framsóknarmenn, sem lífið hefði verið murkað úr með stórvirkum vinnuvélum?

Hefði Halldóri verið jafn sama um þjáningar, örkuml og dauða líklegra kjósenda sinna?

Ég spyr mig.



~~~~~~~~~~~~~~~~

Ég vil annars taka ofan fyrir Hallgrími Helgasyni fyrir dúndurgrein í Fréttablaðinu. Reiðir sleggjuna hátt til höggs og lætur slögin dynja á brellublesum landsins.



~~~~~~~~~~~~~~~~

Það er grein eftir mig á Vantrú í dag.



~~~~~~~~~~~~~~~~

Merkileg grein um mann sem fer frá Líbanon til Íraqs að berjast gegn Bandaríkjamönnum. Veitir nokkra innsýn í hugarheim mannanna sem Bandaríkjastjórn brennimerkir sem "foreign fighters" ... áhugaverð lesning og umhugsunarefni.

Þegar ég las hana fattaði ég eitt sem ég hafði ekki fattað áður: Það eru töluverð líkindi, annars vegar með þessum mönnum sem koma frá öðrum löndum til að berjast í Íraq -- eða Afghanistan eða Checheníu, ef út í það er farið -- og, hins vegar, með Brigada Internacional sem barðist með her spænska lýðveldisins í borgarastyrjöldinni, gegn falangistum Francos og öxulveldanna. Her lýðveldissinna er almennt í hávegum hafður í minningunni, alþjóðleg sveit hugsjónamanna sem barðist fyrir þjóðfrelsi og lýðræði, en "foreign fighters" eru gerðir að einhvers konar óargadýrum í huga okkar í Íraqsstríðinu og reyndar í Afghanistan og Checheníu líka. Auðvitað er munur á þeim, en þeir eiga það þó sameiginlegt að standa í réttmætri baráttu gegn öflum afturhalds, heimsvaldastefnu og fasisma.



~~~~~~~~~~~~~~~~

Lesið úttekt From the Wilderness á ástandi heimsmála og hvað er fyrirsjáanlegt á nýja árinu. Ágæt úttekt þar á ferð.



~~~~~~~~~~~~~~~~

Hvað er næst á dagskrá eftir Íraq? Venezuela er einn af sennilegri möguleikunum. Í þessari grein er tekið undir það.



~~~~~~~~~~~~~~~~

Ofstækismaðurinn Daniel Pipes styður fangabúðir fyrir suma þjóðfélagshópa. Hver veit, honum gæti orðið að ósk sinni á árinu.



~~~~~~~~~~~~~~~~

Meira um bandaríska hægriöfgamenn.

No comments:

Post a Comment