Monday, January 17, 2005

Hið íslenska tröllavinafélag



Á föstudaginn verður stofnað Hið íslenska tröllavinafélag. Tröllavinir og aðrir áhugasamir eru velkomnir. Fundarboð er hér að neðan.











Fundarboð á stofnfund Hins íslenska tröllavinafélags



Stofnfundur Hins íslenska tröllavinafélags verður haldinn í

grasrótarbækistöðinni Snarrót í Garðastræti 2, föstudaginn

21. janúar klukkan 20:00.

Allir áhugasamir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ykkur

er velkomið að taka með ykkur gesti.



Þetta verður almennilegt félag, svo að hér er fundardagskrá:



1. Stofnfundur settur.

2. Hið tilvonandi félag kynnt lauslega fyrir fundargestum.

3. Drög að lögum og stofnskrá lögð fyrir fundinn.

4. Félagið stofnað af þeim sem vilja taka þátt.

5. Bráðabirgðastjórn kosin.

6. Bráðabirgðaritari tekur saman stofnfélagaskrá.

7. Stofnfundi slitið.



Þeir sem ekki vilja vera í félaginu víkja af fundi.



8. Fyrsti aðalfundur settur og fundarstjóri valinn.

9. Lög félagsins rædd og samþykkt.

10. Fyrsta stjórn kjörin og tekur við af bráðabirgðastjórn.

11. Ákveðið árgjald fyrir starfsárið 2005.

12. Kjörnar stjórnlaganefnd, árshátíðarnefnd, fréttabréfs-

nefnd og vettvangsferðanefnd.

13. Önnur mál.

14. Fundi slitið og tappar dregnir úr flöskum.



Fólk er beðið um að mæta allsgáð og tímanlega. Kaffi verður

á boðstólum, en aðra drykki (áfenga eða óáfenga) kemur fólk

með sjálft.



Fyrir hönd undirbúningsnefndar,



Vésteinn

No comments:

Post a Comment