Monday, January 31, 2005

Öryggisráðið, Vestmannaeyjagöng, Palestína og "eiturlyf"



Í fyrradag bloggaði ég um íslensk stjórnmál en hef bloggað svo mikið síðan að ég ætla mér að linka á það sem ég skrifaði, ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.

~~~~~~~~~~~~



Svo ég tjái mig um tvö mál sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið, þá er best að hafa það knappt:

* Íslendingar eiga ekkert erindi í öryggisráð SÞ. Fyrir utan hvað það er dýrt, þá yrðu þeir varla annað en taglhnýtingar Bandaríkjastjórnar þar eins og annarsstaðar. Halldór Ásgrímsson gerir nóg ógagn í Stjórnarráðinu og Davíð í utanríkisráðuneytinu þótt þeir séu ekki í öryggisráðinu líka.

* Þegar ég heyrði fyrst talað um göng til Vestmannaeyja fór ég að hlæja af því ég hélt að þetta væri brandari. Mér fannst brandarinn ágætur til að byrja með, en er orðinn þreyttur á honum núna.

~~~~~~~~~~~~



Palestínumenn sagðir munu taka við öryggisgæslu í fimm borgum bráðlega.

~~~~~~~~~~~~



Tveir menn handteknir með "lítilræði af hassi". Hassreykingar: Glæpur án fórnarlambs. Kannabis: Jurt sem vex villt úti í náttúrunni. Bann við hassreykingum: Rangt.

No comments:

Post a Comment