Monday, January 10, 2005

Eins og við mátti búast vann Abbas þessar forsetakosningar. Ég dreg enga dul á að mér hefði þótt betra að sjá Mustafa Barghouti vinna þær, en mér finnst kannski merkilegast að þessar kosningar voru demonstrasjón á því að Palestínska heimastjórnin er frekar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvað sem ýmsum göllum hennar líður, þá er það óneitanlega jákvætt.



Úr frétt RÚV:

George Bush Bandaríkjaforseti lýsti í gærkvöld yfir ánægju með kosningarnar, sagði þær veigamikinn áfanga að sjálfstæðu ríki Palestínumanna. Hann bauð Abbas að leggja honum lið í baráttunni fyrir friði, og skoraði á Ísraela að auka mannréttindi á Gasaströnd og svæðunum vestan Jórdanar.


Skoraði á Ísraela að „auka mannréttindi“? Merkilegt orðalag. Mannréttindi eru afstæð, fyrir það fyrsta. Í öðru lagi væri nær að skora á Ísraela að draga úr mannréttindabrotum í Palestínu, eða jafnvel hætta þeim alveg. Æi, þetta er kannski bara óheppileg þýðing.

No comments:

Post a Comment