Thursday, December 22, 2005

Af verkfalli í NYC o.fl.

Gleymið ekki friðargöngu á Þorláksmessu!
=== ~~~ === ~~~ ===

„Verkfallið í New York bitnar á röngu fólki, saklausu, vinnandi fólki, þeim fátækustu, sem nota almenningssamgöngurnar mest,“ heyrir maður fólk segja. Þetta er ekki rétt. Verkfall hjá almenningssamgöngum tefur eða hindrar fátækt, vinnandi fólk, já -- en það er ekki þar með sagt að það bitni helst á þeim. Verkfall í almenningssamgöngum sligar fyrst og fremst fyrirtækin sem fá ekki starfsfólk sitt í vinnu, eða a.m.k. ekki á réttum tíma. Það jafngildir næstum því verkbanni á atvinnulífið. Verkafólk við almenningssamgöngur er bráðnauðsynlegt, eins og svo margt annað verkafólk, en er meira en það: Það er svo gott sem ómissandi. Það er því eins gott að það sé gert vel við það. Það er mikil umræða um þetta mál á síðum sem ég fylgist með. Á WSWS eru greinarnar „The New York transit strike: A new stage in the class struggle“ og „New York transit workers set up picket lines: "Today's strike is for all working people"“ og á AlterNet skrifar Don Hazen „NYC transit strike: morning one“ -- og á eftir þeirri síðastnefndu eru auk þess áhugaverðar umræður. Í stuttu máli sagt, þá verðskulda þessir heiðursmenn, sem er í verkfalli, fullan stuðning.
=== ~~~ === ~~~ ===

Varríus bloggar um sr. Flóka og það er ekkert slor.
=== ~~~ === ~~~ ===

Bandarískur dómstóll úrskurðar að kennsla á „vitrænni hönnun“ brjóti í bága við stjórnarskrána. Lesið um málið.
=== ~~~ === ~~~ ===

Indian government steps into Nepalese political crisis
=== ~~~ === ~~~ ===

Þessu afreki er ég feginn að hafa átt þátt í!
=== ~~~ === ~~~ ===

Fór í gærkvöldi á hreint ágætlega heppnaðan fjöldafund um náttúruvernd, sem fram fór í Hallgrímskirkju. Fá sæti voru auð.
=== ~~~ === ~~~ ===

Ef einhver þarna úti hefur enn ekki lesið hið nýja grundvallarrit mannkynsins, Ruhnama eftir Túrkmenbasa, þá má nálgast það í heild sinni hér.

No comments:

Post a Comment