Friday, December 16, 2005

Þrennt

Ég kom í gær í búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann á Skólavörðustíg og bætti nokkrum stykkjum af forljótu leirtaui í innbúið mitt. Þar sem ég beið eftir að borga rak ég augun í forláta grip: Skeggbolla. Skeggbolli er venjulegur kaffibolli að því undanskildu að innan úr þeirri hlið sem snýr að manni gengur bríkm sem skýlir yfirvararskegginu fyrir kaffi. Skeggbolla sá ég fyrst á minjasafninu á Skógum undir Eyjafjöllum fyrir á að giska 15 árum síðan -- og núna hef ég loksins eignast slíkan.
=== === === ===
Ég settist í gær á Kaffi Hljómalind, eins og ég stundum geri. Þar er farið að selja lífrænt ræktaðan kóla-drykk! Ég mæli með því að fólk prófi hann, mér fannst hann góður.
=== === === ===
Að lokum: Ég held að ég hafi séð í gegn up plott í Spiderman-framhaldssögu Morgunblaðsins. Kvennsan sem býr hjá Pétri og Mary Jane er í raun Tarantúlan. Þ.e.a.s. Tarantúlan er ekki karl heldur þessi kvennsa í dulargerfi. Það kemur í ljós hvort þetta er rétt hjá mér. Ég er sannfærður. Ef þetta er rétt verð ég mjög glaður.

No comments:

Post a Comment