Monday, December 19, 2005

„And-heimsvaldasinni“

Bent hefur verið á að þegar kirkjunnar menn (og ýmsir aðrir trúmenn) reyni að skilgreina trúleysi skilgreini þeir það yfirleitt þannig að í raun sé það ekki til. Ætli það sé svipaður tendens á ferðinni í þessari grein International Herald Tribune? Fyrirsögnin: „'Anti-imperialist' wins presidency in Bolivia“ -- hvers vegna eru gæsalappir? Eru and-heimsvaldasinnar kannski ekki til í alvörunni? Eða eru þeir vitleysingar vegna þess að heimsvaldasinnar séu ekki til í alvörunni? Í öllu falli er IHT einmitt hluti af heimsvaldasinnaðri mainstream-pressu Vesturlanda, svo það er óhætt að setja fyrirvara við fréttaflutning þeirra þegar þeir nota svona einkennilegar gæsalappir.
Allavega efast ég um að þeir séu svo miklir trotskíistar að ástæðan sé að Morales sé ekki sannur and-heimsvaldasinni. (Ég efast líka um að þeim finnist, eins og mér, það vera reaktíf nafngift að kenna sig við, að vera and-eitthvað. Mér finnst hljóma eins og eitthvað bjáti á þegar sjálfs-skilgreiningin snýst um afneitun á því sem andstæðingurinn stendur fyrir.)

No comments:

Post a Comment