Friday, December 30, 2005

Úr fréttum

Bjarga listaverkum, bjarga pandabjörnum, ef fólki? Iss...
=== === === ===
Í Mogga gærdagsins birtist þessi frétt í aðeins drýgri útgáfu. Þar voru FARC-skæruliðar kallaðir „eiturlyfjaskæruliðar“. Það er bein -- gagnrýnislaus -- þýðing á narcoterror. Gildishlaðin orð í fréttaflutningi, enda fer ekki milli mála hverja Moggi styður. Vinstrisinnaða eiturlyfjaskæruliða eða dauðasveitir og heimsvaldasinnaða leppstjórn? Ekki erfitt val. Það er að segja, ekki erfitt fyrir alla.
=== === === ===
Í fyrradag birtist grein á Vantrú, alveg hreint ágæt, sem er þýdd af undirrituðum. Upprunalegu greinina, eftir Joe Kay, má lesa hér.
=== === === ===
Moggi heldur uppteknum hætti:
Á morgun, föstudag, heldur Evo Morales í fyrstu utanlandsför sína frá því hann var kjörinn forseti. Leiðin liggur til Kúbu en Morales er aðdáandi Fídels Kastró Kúbuleiðtoga og kveður hann vopnabróður í baráttunni gegn „heimsvaldastefnu" og „ný-frjálshyggju".
Hvers vegna eru gæsalappir þarna? Afneitar Morgunblaðið því að heimsvaldastefna og nýfrjálshyggja séu til í alvörunni?
=== === === ===
Það var lagið!
=== === === ===
Hér getur að líta athyglisvert viðtal við Sergo Beria, son Lavrenty Beria, þar sem ýmislegt áhugavert kemur fram viðvíkjandi Sovétríkjunum, stjórnarháttum Stalíns, aðdraganda seinni heimsstyrjaldar, ráðstefnunum í Yalta og Tehran o.fl.

No comments:

Post a Comment