Saturday, November 12, 2005

París; mastermændinn Zarqawi

Það er talað um læti á Champs Elyssée í París í dag. Viðbúnaður ríkisvaldsins er skiljanlega mikill. Það verður fróðlegt að sjá hvort tilhneigingin verður ríkari eftir að rykið sest, hægrisveifla til að berja niður þessa lægstu stétt samfélagsins, eða vinstrisveifla til að koma henni um borð í björgunarbát þjóðarskútunnar. Það gæti brugðið til begga vona.
=== === === ===
Ég hef oft talað um hvað grýlurnar „Zarqawi“ og „bin Laden“ fara í taugarnar á mér. Ég hef oft talað um að ég trúi ekki á að „al Qaeda“ séu sjálfstæð samtök. Svona últra-reaktíf stefna sem þjónar hagsmunum bandarískrra heimsvaldastefnu svona vel dettur ekki af himnum ofan. Ég hreinlega trúi því ekki. Það þarf ekki snilling til að sjá hagsmunina sem yfirstéttin hefur af að róttækni ungra múslima beinist í þennan ömurlega farveg bókstafstrúar og forheimskunar, frekar en framsækinn, sósíalískan farveg. Þarf ekki snilling til, og nóg er til af áhrifamönnum með svipað siðferði og minkur, hagsmuni og skilning, sem mundu glaðir taka þátt í að búa til svona grýlu. Grýlu fyrir Vesturlandabúa, Hameln-flautuleikara fyrir íbúa múslimaheimsins. Afvegaleiða unga blóðheita menn sem fullir eru af réttlátri reiði. Fjarstýra stefnunni, haga henni þannig að bandarísk heimsvaldastefna (eða einstakir hlutar hennar) njóti góðs af og geti nýtt sér pólitískt bakland sem þeir hefðu aldrei aðgang að nema bakdyramegin. Ná þannig óséðum áhrifum, styðjast við óséðar stoðir, berjast með óséðum vopnum...
Nú fékk ég tölvupóst, upphaflega frá bandarískum hermanni í Írak, sem minnti mig á þessar hugleiðingar. Hér er brot út honum:
It is widely viewed that Zarqawi's use of suicide bombers, en masse, against the civilian population was a serious tactical mistake. Many Iraqi's were galvanized and the caliber of recruits in the Army and the police forces went up, along with their motivation. It also led to an exponential increase in good intel because the Iraqi's are sick of the insurgent attacks against civilians.
Alvarleg taktísk mistök. Þessi „Zarqawi“ á að vera mastermænd. Sá sem er mastermind hlýtur að átta sig á því hvað árásir á óbreytta borgara eru óvinsælar meðal sömu óbreyttu borgara. Það er annað sem þarf ekki snilling til að skilja.
Taktísk mistök hjá Zarqawi -- eða snilldarleg taktísk leikflétta hjá kriminel elementum innan bandaríska stjórnkerfisins?
=== === === ===
Ef þið skiptið Írak út fyrir Jórdaníu, þá gildir það sama um þessar þrjár kóordineruðu sjálfsmorðsárásir sem drápu tugi manna. Jórdanskir borgarar brugðust ókvæða við -- eins og þurfti ekki snilling til að sjá fyrir -- og þar hafa „andstæðingar hryðjuverkamanna“ án efa hækkað í áliti hjá almenningi. Stendur mastermændinn ógurlegi ekki undir nafni? Eða er hann kannski meiri og undirförulli mastermænd en stuðningsmenn hans í flór samfélagsins vita?

No comments:

Post a Comment