Friday, December 2, 2005

Nepal og Hvíta-Rússland

Maóistar í Nepal framlengja einhliða vopnahlé sitt um mánuð. Það er gott. Góðs viti. Þegar hugmyndafræði eða hugsjón mæta pólitík þurfa menn oft að gera taktískar tilslakanir eða koma til móts við keppinauta. Því íhuga maóistar nú að falla frá kröfu um tafarlausa lýðveldisstofnun, en fallast á táknrænt konungdæmi, svo fremi að konungurinn boði til lýðræðislegs stjórnlagaþings. Frá því greindi Baburam Bhattarai í útvarpsviðtali á dögunum. Sko ... gott og vel, það skiptir auðvitað miklu að ná þeim áfangasigri að það verði boðað stjórnlagaþing, en ég átta mig ekki á hversu lýðræðislegt það getur verið ef konungurinn boðar það. Samt sem áður, ef maóistum og þingræðisflokkunum tekst að þvinga hann til þess eru það í rauninni þeir sem boða það, ekki hann, þótt hann geri það að nafninu til.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hvíta-Rússland: Lög gegn uppreisn alþýðu“ þykir mér einkennilega slagsíð fyrirsögn. Ætli Ólafur Sigurðsson hafi samið fréttina? Appelsínugula byltingin í Úkraínu var alls engin „uppreisn alþýðu“ heldur einfaldlega uppreisn bælds hluta valdastéttarinnar sem nýtti sér uppsafnaða ólgu og pískaði upp í uppreisn sem kvalítatíft var í þágu Vesturvelda og vesturhallandi valdastéttar. Slík uppreisn er auðvitað yfirvofandi í Hvíta-Rússlandi -- og slæmt sem ástandið er núna, þá yrði það ekki breyting til batnaðar, er ég hræddur um.

No comments:

Post a Comment