Monday, December 26, 2005

Nepal: Gyanendra á leið í útlegð?

Grein á Samudaya: Náinn ættingi Gyanendra harðstjórnarkonungs í Nepal segir að sér lítist ekki á blikuna og að gyanendra frændi og fjölskylda séu að undirbúa líf í útlegð. „Skák og mát,“ segir hann um stöðuna eftir að Prachanda lýsti yfir einhliða vopnahléi um daginn: „We need to get out of Nepal, before Prachanda makes another move.“ Haft er eftir Prachanda: „[W]e will participate in a free and fair election—i.e. no interference from the King and from the Royal Nepal Army—if such an election is held within months, otherwise we will be forced to renew the armed struggle and to begin blockading the major cities“ ... „[Gyanendra] will not hold elections, he knows that he will lose, and the Maoists will figure very prominently in any such exercise.“

Ég hvet þá sem eru áhugasamir um byltinguna í Nepal til að lesa þessa grein á Samudaya í heild sinni.

Bandaríkjastjórn hefur sett lög sem lúta að samskiptum við Nepal. Af pólitískum ástæðum er stuðningur hennar við Gyanendra minni en áður hefur verið og -- öfugt við síðasta ár -- eru maóistar ekki kallaðir hryðjuverkamenn (sjá grein). Þetta óvænta útspil Bandaríkjastjórnar má sjálfsagt rekja til valdaráns kóngsdruslunnar í febrúar sl. og þeirra ljótu stjórnarhátta sem hann hefur stundað. Enn fremur samt til þess að hann verður stöðugt óvinsælli og það styttist í að hann hverfi frá völdum. Það gengur vitanlega ekki að veðja á þann sem er að tapa. Kóngurinn er að tapa núna, sjöflokkarnir eru þá væntanlega þeir sem Bandaríkjastjórn veðjar á -- allavega veðjar hún seint á maóistana, og þá eru ekki margir eftir.

Helsta deilumálið um þessar mundir eru samt fyrirhugaðar sýndarkosningar 8. febrúar, þar sem allt mun fara fram eftir höfði konungsins og hans vilji verða -- ef hann þá fær að ráða því. Vegna þess að það stefnir ekki í að þær verði lýðræðislegar nema á yfirborðinu, hafa sjöflokkarnir og maóistar lýst því yfir að þeir muni sniðganga þær -- og ekki nóg með það, heldur gera sitt besta til að spilla þeim líka, þótt það kosti ofbeldi. Það er hárrétt hjá þeim; falskosningar eru verri en engar kosningar. Kantipur Online greinir frá því í dag (afsakið, ég finn því miður ekki link á fréttina sjálfa), að bandalag sjöflokka og maóista hafi boðið konungi áframhaldandi vopnahlé gegn því að hann aflýsi plat-kosningunum. Að öðrum kosti má búast við hörðu: Formaður CPN(UML) talar um umsátur um Katmandú og aðrar helstu borgir* og Thapa innanríkisráðherra segir stjórnina taka „hótanirnar“ alvarlega.* Skiljanlega, reynslan ætti nú að hafa kennt þeim það.

Annars hafa maóistar samþykkt að taka upp samstarf við alþjóðlegar hjálparstofnanir og leyfa þeim að athafna sig á yfirráðasvæði sínu. Það er auðvitað ekkert nema gott um það að segja.

No comments:

Post a Comment