Friday, December 30, 2005

Ekki fjórða valdið?

Hagsmunatengsl milli atvinnulífs og fjölmiðla?
=== === === ===
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um Paul Watson. Hallast samt helst að því að hann sé klikkaður.
=== === === ===
Jæja, Bretar riðnir á vaðið. Hvað skyldi líða langt þar til íslenskir kynvillingar og einhleypingar fá að ættleiða?
=== === === ===
Ríkisstjórn Pakistans hefur gefið fyrirmæli um að öllum erlendum nemendum verði vísað úr trúarlegum skólum (madras) fyrir áramót. Flestir sýna þeir víst ekkert fararsnið á sér. Þetta er nokkuð djarft teflt, pólitísk séð. Ef ríkisstjórn gefur fyrirmæli og þeim er ekki hlýtt, þá er hún hreint ekki eins trúverðug á eftir og áður. Ætli pakistanskir klerkar treysti pólitískum ítökum sínum svona vel?
=== === === ===
Stríðsherrar í Mogadishu í Sómalíu hafa stofnað eigin ríkisstjórn, og þar með er orðið til þriðja klofninslandið, ásamt Puntlandi og Sómalílandi.
=== === === ===
Nepalskir maóistar hafa hótað því spilla sýndarkosningunum 8. febrúar, að vísu með þeim fyrirvara að fólk verði ekki drepið og því verði ekki rænt. Konungsstjórnin býður á móti starfsmönnum við kosningarnar umtalsverðar fjárhæðir í tryggingu fyrir öryggi sínu - allt að 700.000 rúpíum.

No comments:

Post a Comment