Monday, November 14, 2005

Halldór Ásgrímsson hefur sagt að það sé bara vitleysa að Ísland hafi verið hlutlaust undanfarna áratugi; það hafi svo sannarlega verið hluti af vestrænu blokkinni í Kalda stríðinu, og standi því ennþá tryggt við hlið Bandíttaríkjastjórnar. Tal um að horfið hafi verið frá hlutleysi sé því út í hött. Nú segir í Almennum hegningarlögum (leturbreytingar mínar hér):
92. gr. ... fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt ... skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
Ætli megi túlka þetta svo að hlutleysi sé útgangspunkturinn og Halldór og Davíð séu sekir um að rjúfa það? Eða skyldi vera átt við að ef Ísland lýsir yfir hlutleysi í einhverju tilteknu stríði, þá sé það það tiltekna hlutleysi sem sé refsivert að spilla? (Æ, það er sennilega seinni túlkunin...)
=== === === ===
Nepalskir maóistar framlengja einhliða vopnahlé sitt.
=== === === ===
The individual has always had to struggle to keep from being overwhelmed by the tribe. To be your own man is hard business. If you try it, you will be lonely often, and sometimes frightened. But no price is too high to pay for the privilege of owning yourself. -- Rudyard Kipling
=== === === ===
Disobedience, in the eyes of anyone who has read history, is man’s original virtue. It is through disobedience that progress had been made, through disobedience and through rebellion. -- Oscar Wilde
=== === === ===
It is a truism that almost any sect, cult, or religion will legislate its creed into law if it acquires the political power to do so, and will follow it by suppressing opposition, subverting all education to seize early the minds of the young, and by killing, locking up, or driving underground all heretics. -- Robert A. Heinlein

No comments:

Post a Comment