Tuesday, December 20, 2005

El-Masri, verkfall í NYC, fleira

Khaled El-Masri lýsir hrikalegri lífsreynslu í greininni „America Kidnapped Me“ -- hann var tekinn fastur saklaus af útsendurum bandarískra pyndingameistara og sætti illri meðferð mánuðum saman. Hann hefur nú stefnt George Tenet, með tilstyrk ACLU.
=== === === ===
Verkfall í almenningssamgöngum New York. Það er nú þannig, að þegar vinnandi fólk fær ekki sanngjörn laun, þá getur það neyðst til þess að fara í verkfall. „Bloomberg [borgarstjóri] minnir á að láglaunafólk, með mun lægra kaup en stjórnendur almenningsfarartækja, skaðist mest á verkfallinu.“ Pff, lýðskrum. Þetta er nú einu sinni óvenjuleg staða verkafólks í almenningssamgöngum, að verkfall þeirra lamar miklu meira út frá sér en flestra annarra starfsgreina. Verkfall þeirra jafngildir næstum því verkbanni út í hagkerfið. Því meiri ástæða til að ganga að kröfum þeirra.
=== === === ===
Svo er hér nýjasta fréttin: „Sharon þarf að fara í megrun“ -- einmitt -- og Titanic var ekki hannað fyrir ísjaka.
=== === === ===
Morgunblaðið er samt við sig. Á opnunni á síðum 22-3 er grein neðantil um Evo Morales í Bólivíu. Af henni leggur stækan hægridaun. Staksteinar hafa líka skemmtilega meinfýsinn brodd í garð Samfylkingarinnar. Skorað á Dag að ráðast nú strax á Ingibjörgu, Stefán og Steinunni.
=== === === ===
BRILLIANT FOOLS“ heitir ágæt grein á medialens.org. Þar er fjallað um hvernig mainstream-blaðamenn fara með þá sem segja óþægilegan sannleika um ráðamenn:
„It is a brutal fact of modern media and politics that honesty and sincerity are not rewarded, but instead heavily punished, by powerful interests with plenty at stake. It does not matter how often the likes of Pinter, Le Carré, Noam Chomsky and John Pilger are shown to be right. It does not matter how often the likes of Bush and Blair are shown to have lied in the cause of power and profits. The job of mainstream journalism is to learn nothing from the past, to treat rare individuals motivated by compassion as rare fools deserving contempt.“
=== === === ===
Stefán Pálsson skrifar um jólasveina og jólasveinafár.
=== === === ===
Illfyglið er farið að blogga aftur.
=== === === ===
LA Times skrifar um Church of Scientology ef þið hafið áhuga á að lesa um vitfirringu.

No comments:

Post a Comment