Tuesday, November 29, 2005

Samstöðu- og styrktartónleikar á Grand rokk, þriðjudaginn 29. nóv. kl. 21, sjá nánar


~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Guð er sveppur. Kvikmyndin Pharmacratic Inquisition verður sýnd í Snarrót klukkan 20 í kvöld. Áhugaverð úttekt á berserkjasveppum í trúarlegum symbólisma.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nóbelsverðlaunahafinn James D. Watson er einn af þeim sem uppgötvuðu hlutverk DNA og að það raðaði sé upp í tvöfaldan spíral. Hann hefur ýmsar umdeildar skoðanir. Fyrir utan að vera trúleysingi (eins og ég), þá mælir hann eindregið með erfðabreytingum á matvælum. Ef rétt er að farið, þá er ég sammála. Erfðabreytt matvæli geta haft mun meiri blessun í för með sér en bölvun, ef rétt er að farið. Watson hefur líka sagt að honum finnist að kona ætti að mega láta eyða fóstri ef það er hægt að sjá á erfðamengi þess að það verði kynvillingur. Ég er ekki sammála því -- ég er hlynntur frjálsum fóstureyðingum, en ekki að fólk sé sorterað eftir kynhneigð. Reyndar hef ég efasemdir um réttmæti þess að greina frá kynferði, kynhneigð (ef hægt að er sjá hana) eða slíku á fósturstigi nema konan sé staðráðin í að eiga barnið (að því gefnu að það sé heilbrigt).
Watson hefur líka stungið upp á að fólki verði erfðabreytt til að búa til greindari karla og fallegri konur ... ég hikstaði þegar ég sá það. Greindara fólk - ég skal samþykkja það -- en erfðabreytt fegurð, er hún ekki fullkominn hégómi? Auk þess yrði fegurð minna virði þegar allir væru orðnir það. Hins vegar væri kannski sniðugt að erfðabreyta körlum þannig að allir væru með stórt typpi. Þá mundi kannski losna um alla þessa stæla og komplexa sem sumir hafa.

Leiðrétting færð inn í síðasta hluta klukkan 15:07

No comments:

Post a Comment