Sunday, November 13, 2005

Horfur í frönsku uppreisninni

Uppreisnin virðist vera að fjara út í París, á meðan hún blossar upp í miðborg Lyon. Nú eru komnar 17 nætur af ofbeldi í röð. Ætli það fari ekki að stytta upp? New York Times hafa tekið saman stigatöflu franskra stjórnmálamanna.
Thus far, one observation seems inescapable: tough talk seems to be working with the public, as opposed to a discussion of the general condition of the alienated children and grandchildren of immigrants, whose frustration has fueled the violence.
The major power struggle has been within the governing center-right party, and so far it looks as if
the winner has been Interior Minister Nicolas Sarkozy. He has managed to dominate government policy by expressing the sentiments of the angry, anti-immigrant right while drowning out arguments that immigrants have grievances that should be addressed.
[leturbreytingar mínar]
Nicolas Sarkozy er stór sigurvegari, Jean-Marie Le Pen ætti líka að finna pólitískt kapítal (óvíst þó hve mikið), de Villepin er talinn tapa einhverju en aðallega standa í stað (og þá tapa í raun, þar sem Sarkozy er hans helsti keppinautur um forsetaembættið 2007). Hollandi, leiðtogi Sósíalistaflokksins (svokallaða) tapar líka eitthvað, þar sem hann og félagar hans hafa ekki haft pólitíska vígstöðu til að bæta stöðu sína. Chirac þykir koma út úr þessu eins og auli.

Þessar vangaveltur eru góðar og gegnar og skipta auðvitað máli. Það sem mér finnst þó kannski segja talsvert um NYT er spurningin sem ekki ber á góma: Hvernig koma ungmennin sem hafa staðið í þessari uppreisn út úr henni, pólitískt séð? Af hverju spyr blaðamaðurinn ekki að því í greininni? Hann veltir aðeins fyrir sér öðrum vígstöðvunum, þeim sem standa að ríkisvaldinu eða styðja það. Með öðrum orðum er hann klárlega hlutdrægur. Fréttin er ritskoðuð. Ritskoðuð af sínum eigin höfundi.
Allavega, ég hef nú nýlega gert grein fyrir því hvernig ég býst við að hlutirnir þróist næstu misserin í Frakklandi. Eins og fram kemur hér að ofan hefur hægri vængurinn frekar sótt í sig veðrið, en miðjan og hófsama vinstrið veikst í þessum óeirðum. Róttæka vinstrið hefur hins vegar fágætt sóknarfæri til að koma góðu til leiðar. Mér skilst að anarkistar og maóistar séu helst með uppreisnarseggjunum á bandi en aðrir ekki eins. Nú gæti farið í hönd púpu-tímabil lærdóms, bandalagsmyndunar og skipulagningar, áður en fiðrildi byltingarinnar breiðir út vængina í næstu uppreisnaröldu - eða þarnæstu. Jæja, þetta kemur allt saman í ljós. Spekúlasjónir eru svosem til lítils.
Ef einhver vill kynna sér hlið uppreisnarmannanna, þá vil ég benda á viðtalið „A NIGHT WITH 'RIOTERS' WHO FEEL 'RAGE'“ - enska þýðingu upp úr Le Monde.
=== === === ===
Ég held e´g hafi gleymt að benda á nýjustu greinina á Gagnauga: „Mannréttindabrot yfirvalda gagnvart mótmælendum“ er nýlega komin í loftið. Lesið hana. Það er skipun.
=== === === ===
Kannski ekki ný frétt, en „Hermenn drepa konur og börn í Írak“.

No comments:

Post a Comment