Tuesday, November 8, 2005

Af átökum víða um heim

Það virðist vera komið á daginn hvers vegna bandarískir hermenn reyndu að drepa ítölsku blaðakonuna Giuliönu Sgrena: Hún bjó yfir upplýsingum sem koma sér illa fyrir Bandaríkjaher. Þær upplýsingar eru þessar: Bandaríkjaher notaði brennandi fosfór sem vopn gegn íbúum Fallujah - þar á meðal gegn óbreyttum borgurum - í aðförinni miklu fyrir ári síðan. Fosfórinn á að heita að vera til þess að lýsa upp landsvæði til að auðvelda hermönnum að athafna sig, en nýtist einnig prýðilega til þess að brenna fólk lifandi. Með öðrum orðum, Bandaríkjaher notar efnavopn gegn Írökum.
=== === === ===
A DEADLY INTERROGATION -- Can the C.I.A. legally kill a prisoner? spyr Jane Mayer í gríðarlega langri grein.
=== === === ===
Í Eþíópíu neita leiðtogar stjórnarandstöðunnar sökum sem þeim eru gefnar, að hafa boðað mótmæli gegn ríkisstjórninni, sem barin voru niður og kostuðu 46 mannslíf. Auðvitað neita þeir sökum. Í fyrsta lagi voru mótmælin ekki nema réttmæt, enda sterkur grunur á víðtæku kosningasvindli -- í öðru lagi voru það þrælar ríkisvaldsins sem skutu til að drepa, eins og íslenskur kristniboði bar í viðtali við Morgunblaðið ekki alls fyrir löngu. Núna stefna þeir að stóru verkfalli í mótmælaskyni. Við sjáum hvernig það fer. Ekki vildi ég vera eþíópíska ríkisstjórnin; auðmýkt heima fyrir og á barmi stríðs við Erítreu.
=== === === ===
Málgagn nepalskra royalista, Gorkhapatra, birtir ritstjórnargrein um það hvernig Kommúnistaflokkur Nepals (sameinaðir marx-lenínistar) [ath. ekki maóistar] færast í átt til meiri róttækni. Lesið greinina -- það er langt síðan ég hef séð annan eins haug af hlutdrægni, lýðræðis-fjandskap og almennum pólitískum dónaskap. Góðar fréttir þó, ef rétt er hermt, að CPN(UML) hafi sett lýðveldisstofnun á stefnuskrána. Ef það er rétt, þá er tilefni til að fagna. Þetta forneskjulega, fábjánalega konungsdrusludæmi er tímaskekkja og á heima á forngripasafni.
Maóistar lýsa yfir "lokun" á hinu afskekkta héraði Kanchanpur í vestanverðu landinu, til að mótmæla því að leiðtogar úr þeirra röðum hafi verið teknir fastir.* Það eru fjórar vikur eftir af einhliða þriggja mánaða vopnahléi maóista (sem konungssinnar hafa ekki virt nema að litlu leyti). Nú má spenna öryggisbeltin; blossar allt upp í dauða og djöfli?
=== === === ===
Útgögnubann sett á óeirðasvæði í Frakklandi. Mér finnst nú skrítið að það hafi ekki verið gert fyrr. Ég get ekki sagt að ég öfundi Frakka heldur, þessa dagana. Verst þykir mér samt að hafa ekki almennilegar spurnir af því (a) hverjir það akkúrat eru sem standa að baki óeirðunum og (b) hvað þeim akkúrat gengur til.
=== === === ===
Kurt Nimmo er viss í sinni sök, að Ósama bin Laden sé dauður og ahfi verið það lengi. Það er sagt að Ósama hefur (eða hafði) árum saman átt við nýrnabilun að stríða. Það eitt og sér er sterk vísbending um að hann sé dauður -- það eru nefnilega lítið framboð á díalýsuvélum í Waziristan eða Baluchistan. Nimmo vísar í greinar á borð við "Ósama dauður og grafinn", að hann hafi undirgengist aðgerð á bandarískum herspítala í júlí 2001 (*) og að mjög háttsettur bandarískur leyniþjónustumaður hafi heimsótt hann á annað bandarískt hersjúkrahús í september 2001! (*)
=== === === ===
Glæpamaðurinn Alberto Fujimori, frv. forseti Perú, er kominn aftur til S-Ameríku úr sjálfskipaðri útlegð í Japan. Er í Chile og á yfir höfði sér framsal til Perú, þar sem verður réttað yfir honum eins og hundinum sem hann er.

No comments:

Post a Comment