Thursday, December 15, 2005

Af vopnahléi í Nepal

Nepalska krúnan ætlar ekki að svara einhliða vopnahléi maóista með gagnkvæmu vopnahléi. Karltuskan hann Gyanendra hefur, pólitískt séð, verið málaður út í horn með þessu snjalla útspili maóista. Núna er það Gyanendra konungur sem stendur afhjúpaður sem helsta hindrunin fyrir friði í Nepal, með mannréttinabrotaherinn sinn. Það er því ekki skrítið að hann hafi neyðst til þess að skipa viðræðuhóp til að freista samninga við maóista.
=== === === ===
„Loksins er Bush farinn að tala við okkur eins og við séum fullorðið fólk,“ heyrði ég hægrisinnaðan Bandaríkjamann segja eftir að Bush lét þessu ummæli falla: „Sem forseti þá ber ég ábyrgð á þeirri ákvörðun að fara inn í Írak. Og ég ber einnig ábyrgð á því að bæta fyrir það sem miður fór með því að endurskipuleggja leyniþjónustu okkar. Það erum við að gera." Eins og fullorðið fólk? Eins og trúgjarnt, gleymið, fordómafullt og hrekklaust fullorðið fólk kannski. Írak er gott dæmi um að íhlutun heimsvaldasinna er af hinu slæma.
=== === === ===
Hér getur að líta samkeppni sem hefur hlotið misjafnar undirtektir -- keppt er í hönnun á vefsíðu fyrir herská samtök í Írak, og fyrstu verðlaun eru að fá að taka í gikkinn í árás og drepa Bandaríkjamenn. Ég skil að þetta höfði til sumra -- en fjandinn hafi það, þetta er nú ekki smekklegt!

No comments:

Post a Comment