Thursday, December 8, 2005

Sjö umræðuefni

Próf. Sami al-Arian hefur verið sýknaður eftir tveggja ára atlögu. Það var vitað frá upphafi að hann var handtekinn saklaus og handtakan var ekki krímínels eðlis heldur pólitísks. Mikið var að hann er sýknaður. Joe Kay rekur þetta mál, aðförina að al-Arian, og meðferðina á honum. Ruddaskapur.
=== === === ===
Klám fyrir klám nefnist herferð trúleysingja í Texas, sem bjóða klám í skiptum fyrir Biblíur.* Virðingarvert, ekki satt?
=== === === ===
Gíslatökuruddar framlengja frest sinn. Christian Peacemakers Team, sem gíslarnir tilheyra, eru með aðdáunarverðustu hjálparsamtökum sem ég hef komist í kynni við. Mér rennur til rifja sú tilhugsun að einhvers staðar sé fólk sem biðji fyrir gíslunum frekar en að setja pressu á hernámsliðið að verða við kröfum mannræningjanna.
=== === === ===
Geir Haarde, ég veit ekki hvað ég á að segja um hann. Vísbendingar eru um að Bandaríkjastjórn hafi notað lofthelgi litla sæta Íslands til þess að flytja bráð í pyndingaholur þar sem fólk er beitt hræðilegri grimmd. Condoleezza Rice segist vísa því á bug. Hver þarf rök þegar maður hefur æru sjálfrar Condi Rice að veði? Æru eins innsta kopps í búri forhertustu og sálsjúkustu lygalaupa á Vesturhveli jarðar! Bandaríkjastjórn hefur að undanförnu barist fyrir því að bann við pyntingum verði svo gott sem afnumið. Hvers vegna skyldi hún vilja það? Vitnisburður gerenda og þolenda -- ljósmyndir -- starfsemi heils skóla fyrir kvalara og hryðjuverkamenn -- prentaðir leiðbeiningabæklingar um hvernig skuli bera sig að við pyndingar -- þurfið þér frekari vitnanna við? (a) Það er vægast sagt ærin ástæða til að ætla að Bandaríkjastjórn láti pynta fanga sína. (b) Eftir það sem á undan er gengið er ótrúlegt að maður -- sem varla er hægt að kalla heimskingja -- skuli leggja trúnað á staðhæfingar Bandaríkjastjórnar. Ótrúlegt. Ég held að Geir Haarde sé ekki heimskur. Það hlýtur að þýða að hann sé eitthvað annað.
Jarmkórinn er að sjálfsögðu á sínum stað: „NATO-ríki fagna yfirlýsingum Rice um túlkun mannréttindasáttmála“ -- trúgjarnir kjánar? Siðblindir heimsvaldasinnar? Hvað getur maður kallað fólk sem lítur framhjá því að meðbræður þess séu pyntaðir?
Hér er eitt að lokum: Ef við látum Bandaríkjastjórn komast upp með það óáreitta að pynta múslima og araba í dag, hverjir munu þá verða til þess að andmæla þegar röðin kemur að okkur? Við setjum mælikvarðann sem gildir fyrir okkur sjálf líka áður en yfir lýkur. Sá sem kærir sig ekki um að vera pyntaður sjálfur á ekki að sitja þögull hjá og leyfa þrjótum að pynta annað fólk.
=== === === ===
If that which we cannot fully explain must be the product of an intelligent designer.
AND
humans cannot fully explain God (see the Bible)
THEN
God must be the product of an intelligent designer.
THUS
There is more than one God/Intelligent Designer
AND THUS
The Bible is wrong.*
=== === === ===
Greinin „Reexamining Religion“ er hin áhugaverðasta. Þar er velt vöngum yfir spurningunni hvers eðlis trú er, hvers vegna fólk trúir, og hvernig trú hefur haldist í hendur við atriði sem hafa gagnast okkur í þróuninni, svo fátt eitt sé nefnt. Stórfín grein. Takk Björn Darri.
=== === === ===
Í vikulegu fréttabréfi James Randi er pistillinn „“CREATIONISTS” CAN BE HILARIOUS“ -- ég tek undir það, ég hló upphátt þótt ég væri einsamall.

No comments:

Post a Comment