Wednesday, November 9, 2005

Enn af bálreiðum Frökkum og uppreisnum

Sjónarvotturinn Sara Kolka lýsir aðstæðum í París.
Kalli virðist taka í sama streng (1, 2) og ég varðandi byltingu í Frakklandi.
Rage of French Youth Is a Fight for Recognition“ segir Washington Post. (Ég þakka Birni Darra fyrir ábendinguna.) „Many of the rioters grew up playing soccer on Rezzoug's field. They are the children of baggage handlers at nearby Charles de Gaulle International Airport and cleaners at the local schools.
"It's not a political revolution or a Muslim revolution," said Rezzoug. "There's a lot of rage. Through this burning, they're saying, 'I exist, I'm here.' "
“ (Leturbreytingar mínar.) Þessum Rezzoug skjátlast. Hvað er til pólitískara en það að botnfall samfélagsins (orðalag Kalla) rísi upp, reyni að varpa af sér drápsklyfjum og krefjist réttar sín? Krefjist viðurkenningar, eins og WP orðar það. Þegar fólk sem ekki nýtur viðurkenningar segir „hingað og ekki lengra“ og krefst þess að vera viðurkennt sem fólk, þá get ég ekki hugsað mér pólitískari kröfu. Þessi uppreisn er svo pólitísk sem nokkur uppreisn er pólitísk. Pólitísk krafa um að pólitísku misrétti linni, stéttarbundnu misrétti. Fólk er bálreitt og hefur líka ástæðu til. Útgöngubann hefur lítið að segja, enda er það ekki lögreglan sem ræður ríkjum. Reiði fólksins er réttlát, hvað sem mönnum kann að finnast um einstakar aðferðir.
Krafa um að vera metinn sem manneskja er sú sanngjarnasta krafa sem ég þekki. Í sjálfu sér er það ekki aðalatriði hvort það er brotið á manni vegna kynferðis, eþnísks uppruna eða þjóðernis, húðlitar, kynhneigðar eða stéttarstöðu. „Komdu fram við mig eins og manneskju“ er krafa sem ekki er hægt að neita. Þessi krafa er kjarni frjálslynds sósíalisma. Fólk á heimtingu á mannsæmandi meðferð og framkomu.
=== === === ===
Talandi um uppreisnir, þá er níundi nóvember í dag. Þennan dag fyrir 73 árum, 1932, var það sem næst er talið komast uppreisn á Íslandi: Gúttóslagurinn. Í miðri kreppunni ætlaði bæjarstjórn Reykjavíkur að minnka atvinnubótavinnuna og lækka launin í henni. Fjölda verkamanna dreif að, og ætluðu þeir að koma í veg fyrir að tillagan yrði samþykkt. Það tókst þeim með því að hleypa upp fundinum. Lögreglan skarst í leikinn, en varð að lúta í lægra haldi eftir harðan bardaga. Um kvöldið var 21 lögreglumaður ófær um það, vegna meiðsla, að gegna skyldum sínum við yfirstéttina. Verkamenn -- verkalýðsflokkarnir tveir og verkalýðsfélögin -- réðu Reykjavík. Brynjólfur Bjarnason og Héðinn Valdimarsson mátu samt stöðuna þannig að þeim væri ekki stætt á að láta kné fylgja kviði og keyra byltingu í gegn með valdaráni, enda mundi yfirstéttin verða fljót að ná vopnum sínum aftur, sem og varð. Því varð engin bylting -- og ósennilegt að hún hefði heppnast hvort sem er.
=== === === ===
Ég hef uppfært hlekkinn á Arngrím.
=== === === ===
Ungrót var í Kastljósinu í gærkvöldi. Mér fannst þau bara koma nokkuð vel út.

No comments:

Post a Comment