Tuesday, November 22, 2005

Ég er kominn aftur!

Það eru skiptar skoðanir um nýjustu leikfléttu Sharons. Án þess að ég þykist vita nákvæmlega hvað hann hyggst fyrir, þá leyfi ég mér að fyllyrða að það er ekki mark takandi á blaðri hans um friðarvilja. Þegar Sharon talar um frið er rétt að leita skjóls.
=== === === ===
Í Mogganum í gær, s. 21, sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir að Íslendingar hefðu „hvorki reynslu, þekkingu né burði til þess að sinna verkefnum sem krefjast vopnaburðar.“ Þetta kann að vera rétt -- þótt ég efist reyndar um að Íslendingar séu eins gagnslausir sem atvinnumanndráparar og mætti skilja af orðum hennar. Það er samt ein ástæða sem Þórunn nefnir ekki, veigamestu rökin gegn vopnaburði Íslendingar, sem eru að þátttaka og stuðningur við heimsvaldastefnu viðheldur óréttlæti heimsins og stuðlar að meiri völdum þeirra sem hafa of mikil völd fyrir. Auk þess helst það í hendur við þá æskilegu öryggisstefnu að dvergþjóð reyni að afla sér ekki óvina. Við ættum m.ö.o. að halda okkur við árahlummana og hrífutindana og láta eldstafina eiga sig -- það er nefnilega hægt að meiða sig á þeim.
=== === === ===
Patrick Wood skrifar greinina „THE GLOBAL ELITE: WHO ARE THEY?“ (1/3) -- ég er nú ekki nema búinn að renna yfir hana augunum, en sýnist í fljótu bragði að það sé nokkuð varið í hana.
=== === === ===
Er nú gamla Grýla dauð? Hvað næst, að Ósama sé dauður? Eða kannski Elvis?

No comments:

Post a Comment