Wednesday, November 23, 2005

Úr umræðu um kommúnisma

Hvað er kommúnismi“ nefnist grein eftir Paul Bowman, sem Siggi pönk póstaði á Töflunni nýlega, löng grein skrifuð frá anarkískum sjónarhóli. Ef þið ætlið að lesa áfram, þá sting ég upp á að þið byrjið á greininni sjálfri. Hana má einnig finna t.d. hér.


Allir búnir að því? Þá læt ég fylgja hérna mín ummæli um greinina:

~~~ *** ~~~ *** ~~~ *** ~~~


Þessi grein er ágæt að ýmsu leyti. Þó finnst mér (no surprise) eins og hlutur Karls Marx sé markvisst gerður lítill, þótt hugmyndanna sem hann aðhylltist gæti víða. Sömuleiðis finnst mér fimlega skautað framhjá stéttabaráttunni og efnahags-sögulegum lögmálum sem tengjast henni. Stéttabaráttan skín víða í gegn, en það er eins og höfundur forðist að nefna hana sínu rétta nafni. Hvers vegna? Ætli hann óttist að lesendur sínir (sem ég giska á að séu flestir anarkistar) telji hann þá marxista og taki þá minna mark á honum? Um leið og stéttabaráttan er ekki tekin með í reikninginn missir róttæk hreyfing áttirnar í sögulegu samhengi sínu. Afturhvarf til handiðnaðar eða sjálfsþurftarbúskapar er ekki valkostur. Eiginlega kemur þessi grein mér að nokkru leyti þannig fyrir sjónir að henni sé ætlað að bæta marxískum kenningum í vopnabúr anarkista, án þess að Marx þurfi sjálfur að fylgja með. Hvað er málið með þessa feimni við Marx? Vilja menn virkilega láta Stalín eða borgarastéttina ráða því hvort Marx er talinn gagnlegur hugsuður eða ekki?
Paul Bowman skrifaði:
Marx - a failed synthesis
...
In his studies in the 1840s, Marx had come across the work of both Thompson and Hodgskin and from their common ground critique of capitalist exploitation he takes the broad outline of his critique of the same in "Capital" and other works.
Það er gott og rétt að það komi fram að hugmyndir Marx komu ekki frá himnum ofan. Nema hvað. Það mætti hins vegar líka koma fram að Marx sjálfur þóttist ekki hafa fundið upp á öllu í kenningum sínum, samanber frægt bréf hans til Weydemeyers:
Karl Marx skrifaði:
... And now as to myself, no credit is due to me for discovering the existence of classes in modern society or the struggle between them. Long before me bourgeois historians had described the historical development of this class struggle and bourgeois economists, the economic economy of the classes. What I did that was new was to prove: (1) that the existence of classes is only bound up with particular historical phases in the development of production, (2) that the class struggle necessarily leads to the dictatorship of the proletariat, (3) that this dictatorship itself only constitutes the transition to the abolition of all classes and to a classless society.
[leturbreytingar hjá Marx]
Marx þykist ekki eiga heiðurinn af að hafa uppgötvað stéttir, stéttabaráttu né pólitíska hagfræði - en hann eignar sér hins vegar heiðurinn af ályktununum þrem sem hann dró, að stéttaskipting fer eftir tæknistigi og framleiðslutengslum, að sögulega nauðsynlegar lyktir stéttabaráttunnar væru alræði öreiganna og afnám stéttaskiptingar.
Paul Bowman skrifaði:
However on the issue of the main contention dividing the two Marx ended up choosing neither one nor the other.
Hvers vegna hefði hann líka átt að gera það? Það er það sem fræðimenn gera, klippa kenningar sundur með gagnrýni og líma þær svo aftur saman með fræðilega yfirsýn og samhengi, svo niðurstaðan verði betri. Ég sá þetta kallað "að skapa sér sína eigin-kenningu" í ágætri bók sem ég las fyrir ekki svo löngu síðan. Það er að segja, nota eigin gagnrýnu hugsun til að sigta burtu hismið en halda eftir kjarnanum svo eftir standi betri skilningur, betri vitneskja.
Paul Bowman skrifaði:
Concentrating most of his effort on elaborating the critique of capitalist political economy already outline by Thompson and Hodgskin in the 1820s, Marx wrote remarkably little on the principles governing post-capitalist society.
Það var meðvitað og markvisst, og hann orðaði það sjálfur þannig að hann ætlaði sér ekki að "semja uppskriftirnar fyrir eldhús framtíðarinnar". Kynslóðirnar sem gera byltinguna skipuleggja vitanlega sjálfar hvernig þær ætla að haga sínum málum, og skipuleggja það í samræmi við aðstæður á sínum stað og tíma sem þá er.
Paul Bowman skrifaði:
What little he wrote in the "Critique of the Gotha Programme" seems an attempt to reconcile the two opposing principles. On the one hand Marx argues that as society emerges from capitalism with the expropriation of the land and means of production from the landowning and capitalist classes, it must retain the forms of money, the wage and exchange. This, Marx's "lower phase of communism" (which n.b. is not communist in the way this term is used in this article) corresponds to Hodgskin's vision of capitalism without capitalists. Yet on the other hand, Marx sees this first stage not as an end in itself but only as a transitional stage towards the "higher phase of communism" corresponding to Thompson's vision of a society from which wage, money and exchange have been abolished. Marx's attempt at a synthesis of the two positions is undeveloped and fails to answer basic questions. Namely why the first stage is not a sufficient goal in itself, how exactly does the first stage create the (unspecified) conditions for the second stage and how and when does the transition from one to the other actually take place?
Þetta er ekki sanngjarnt, það þarf ekki mikla yfirlegu til að skilja hvers vegna fyrsta stigið dugir ekki eitt og sér, og eins þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá fyrir sér stökkið af fyrra stiginu yfir á það síðara: Fyrra stigið er sósíalismi, tímabilið eftir að bylting öreigastéttarinnar hefur sigrað borgarastéttina. Á því tímabili eimir ennþá eftir af borgarastéttinni, og fólk er ennþá í viðjum hugarfarsins sem hún ól það upp í meðan hún réð ríkjum, auk þess sem ójöfnuður milli fólks er ennþá landlægur og framleiðslan er ekki nóg til að fullnægja geðþótta allra. Á stigi sósíalismans fer því fram:
(a) stéttabarátta (pólitísk bylting) - borgarastéttinni og öðrum valdastéttum er markvisst eytt sem stétt með því að eyða þeim framleiðslutengslum og öðrum félagslegum tengslum sem þær hafa skapað eða sett svipmót sitt á, þar á meðal má nefna stigveldi á vinnustað, trúarbrögð og núverandi hjúskaparhöft;
(b) menntun (þekkingarbylting) - almenn og víðtæk, húmanísk, manndýpkandi og mannauðgandi, samfara útbreiðslu á umburðarlyndi, skilningi og samkennd ef þetta skilar sér ekki sjálfkrafa með menntuninni;
(c) aðstöðujöfnun (félagsleg bylting) - sósíalísku (sameignar- og samvinnu-) eignarhaldi og rekstrarformi er komið á með tilliti til framleiðslu- og dreifingartækja, lands og annarra náttúruauðlinda og annars sem heyrir til verðmætasköpun og lífsbaráttu, samfara skipulagningu sem miðar að hámarksafköstum og sanngjarnri skiptingu;
(d) iðn- og tæknivæðing (tæknibylting) - tækniframfarir og iðnvæðing með það að markmiði að leysa mannkynið úr fjötrum fáfræði og afkastaleysis sem gera það undirgefið náttúruöflum eða duttlungum árstíða, en í staðinn kemur maðurinn fram sem hinn frjálsi herra jarðarinnar.

Árin (eða áratugina, fer eftir atvikum) eftir að borgarastéttinni er steypt mala þessar byltingar samhliða hver annarri og úr gamla, stéttskipta, kúgaða, firrta samfélaginu vex samfélag kommúnismans, þar sem menn ganga brosandi og frjálsir til vinnu sinnar og alin er önn fyrir hinum minnstu meðbræðsum og -systrum, allir hafa nóg að bíta og brenna og engan þarf að kúga, eina reglan er að svo sem maður vill að aðrir menn gjöri sér, skuli hann og þeim gjöra. Þar með er seinna stigið vaxið fram úr því fyrra.
Paul Bowman skrifaði:
This focus on the historical and contestational dynamics of the process is what gives Marx's work continuing relevance to theorists today, yet it is accompanied by a lack of attention to specifics of the goal of a post-capitalist society. Despite his many contributions, Marx's work on its own represents a backwards step in comparison to Thompson's work when it comes to investigating the social relations of a post-capitalist society.
...aftur þykir mér Bowman ósanngjarn. Marx var ekki spámaður, hvað sem sumir fylgismenn hans virðast hafa haldið, og það er hreint ekki sanngjarnt að ætlast til þess að hann hefði getað sagt eitthvað safaríkt af viti um hvernig félagsleg tengsl framtíðarsamfélagsins yrðu -- á sama hátt og það er ekki hægt að áfellast Marx, þótt hann hafi ekki getað órað fyrir vandamálum á borð við olíukreppuna, stórfellda mengun eða kjarnorkusprengjur. Hann hafði einfaldlega ekki forsendurnar til þess.

Þessi punktur er mjög góður:
Paul Bowman skrifaði:
The need for a theory that addressed "the big picture" led to the evolution of "macroeconomics" which in turn relegated the neo-classicists efforts to microeconomics. The problem for macro-economists remained the same as for the original political economists, how to get a stable measure of wealth undistorted by monetary inflation. In the end the measure they have chosen is the Retail Price Index (in the UK - similar indexes exist by different names in different countries). This is an index based on a basket of gods to reflect the consumption of an "average" worker which additions to reflect utility and housing costs, etc. In other words a measure of the cost of labour. The RPI is thus the re-introduction of the labour theory of value as a base measurement of the value of money. In this and other areas such as development economics honest commentators have had to admit the practical need to re-introduce a measure of the value of labour as a base unit of analysis.

No comments:

Post a Comment