Friday, December 23, 2005

Lotu lokið í NYC?

Verkfall starfsfólks við almenningssamgöngur í New York leit út fyrir að geta verið upphafið á nýrri lotu í hnefaleikakeppni mannkynssögunnar, stéttabaráttunni. En viti menn, eftir þungar hótanir hefur forystan brugðist. WSWS skrifa um málið:
The sudden end of the New York transit strike: A preliminary assessment“,
Billions in bonuses for Wall Street execs; mayor enounces “selfish” transit workers“ og
Behind the media onslaught on the transit workers
Kemur það á óvart? Sé höfð hliðsjón af verkalýðssögu Bandaríkjanna undanfarin 80 ár, þá nei -- það kemur hreint ekki á óvart. En eru það vonbrigði? Já, svo sannarlega. Hins vegar má búast við að þessu sé hreint ekki lokið. Það kemur annað verkfall eftir þetta verkfall og eftir því sem efnahagskerfið missir dampinn, þess harðari verða stéttaátökin. Þar kemur að sósíaldemókratískri verkalýðsforystu verður skipt út fyrir nýja pólitíska forystu vinnandi fólks í Bandaríkjunum og annars staðar. Eða, eins og stóð á plakatinu, „Gráttu ekki, væna mín, byltingin nálgast.“
=== === === ===
Evo Morales er tilvonandi forseti Bólivíu!* Góð frétt það!
=== === === ===
Jósef og María færu um 15 eftirlitsstöðvar

No comments:

Post a Comment