Wednesday, December 21, 2005

Verkfall í NYC o.fl.

Verkfall í New York: Verkalýðsfélagið sektað“ -- þarna er komin ein af ástæðunum sem stundum eru nefndar sem rök gegn stofnanavæddri verkalýðshreyfingu, það er hægt að sekta verkalýðsfélagið. Mér, fyrir mitt leyti, finnst það reyndar ekki duga sem rök -- verkfall sem er haldið út, og er sigursælt á annað borð, getur um leið gert þá kröfu að slíkar verði felldar niður. En spánsku anarkistarnir fóru aðra leið árin fyrir borgarastyrjöldina. Þeir höfðu einfaldlega engin formleg verkalýðssamtök. Þeir skipulögðu sig, já, en þegar atvinnurekendur vildu ganga að hreyfingu þeirra, þá gripu þeir í tómt. Ekkert félag. Enginn „aðili“ til að semja við eða hefna sín á.
=== === === ===
Hér er nokkuð sem ég er viss um að fáir höfðu hugmynd um: Dr. Baburam Bhattarai, næstráðandi í Kommúnistaflokki Nepals (maóistum), er ekki bara framúrskarandi byltingarleiðtogi og fræðimaður, heldur er hann einnig mjög fær skákmaður. Hann hefur m.a. sigrað Max Euwe, þáverandi forseta FIDE, og teflir blindfjöltefli við fjölda andstæðinga.
=== === === ===
Bush: Trúverðugleiki Bandaríkjanna beið hnekki vegna Íraksmálsins“ -- no shit, Sherlock.
=== === === ===
Sumir eru að fara í prófkjör.
=== === === ===
Meiri launahækkanir en sést hafa hjá öðrum hópum“ -- hvar er væl út af launaskriði núna?

No comments:

Post a Comment