Friday, December 9, 2005

Ljúffengur kvöldmatur, fjörugir tónleikar og fleira

Til að byrja með eru tilkynningar um tvennt sem er í kvöld og lesendur eru eindregið hvattir til að mæta á a.m.k. annað hvort:
* Fjáröflunarkvöldverður í Snarrót, Laugavegi 21 (kjallara), klukkan hálf átta, matur fyrir aðeins 1000 krónur, harmonikkutónlist innifalin.
* Andspyrnutónleikar í Tónlistarþróunarmiðstöðinni, Hólmaslóð 2 -- pönk og pólitískur djöfulgangur. Aðeins 500 kr. inn. Standa frá 18:00 til 23:00.
Mér, fyrir mitt leyti, þykir afleitt að þetta skuli lenda á sama kvöldi. Ég kemst ekki sjálfur á kvöldverðinn í Snarrót, þar sem ég verð á tónleikunum með Kommadistró Íslands upp á arminn. Það þriðja, sem ég kemst heldur ekki á, er:
* Meðmælaganga aldraðra og öryrkja, sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan 16:30 og endar með útifundi. Þeir sem komast þangað ættu endilega að gera það.
Fyrir þá sem eiga erfitt með að ákveða sig, þá er hér uppástunga að prógrammi: (1) Fara í meðmælagöngu og útifund, (2) borða kvöldmat í Snarrót í góðum félagsskap og (3) skella sér á pönktónleika eftir það. Þetta mundi ég gera ef ég gæti.
=== === === ===

Enn einn misheppnaður umhverfisverndarsáttmálinn í undirbúningi. Ég segi ykkur það, umhverfismálum verður ekki kippt í lag á meðan eiginhagsmunir og forréttindi fámennrar elítu ræður för.
=== === === ===

Nóbelsverðlaunahafinn Harold Pinter mælir af viti um stjórnmálaástandið í dag. Þetta ávarp er vel þess virði að lesa það. (Takk fyrir ábendinguna, Björn Darri.)
=== === === ===

Sam Harris skrifar um ósættanleika vísinda og trúar. Lesið það líka. (Takk fyrir ábendinguna, Björn Darri.)

No comments:

Post a Comment