Saturday, October 24, 2009

Spurning um fjölda

Í greininni "Mansal - þrælahald án hlekkja" á DV.is hnaut ég um eftirfarandi orð framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, Guðrúnar Daggar Guðmundsdóttur: ,,Um þrjú þúsund konur hafa leitað sér hjálpar í Kvennaathvarfi frá stofnun þess og til Stígamóta hafa komið 4500 konur eða um 2.8 % íslensku þjóðarinnar. Ofbeldismennirnir voru rúmlega fimm þúsund”. Voru um 7.500 konur fórnarlömb rúmlega 5000 ofbeldismanna? Beitti hver ofbeldismaður semsagt að meðaltali eina til tvær konur ofbeldi? Eða getur verið að fjöldi ofbeldismannanna sé töluvert minni og margir þeirra hafi haft fleiri fórnarlömb?

2 comments:

  1. Ég verð að taka undir það að mér finnst þetta athyglisvert. Hvernig vita þær fjölda ofbeldismannanna? Það er aðeins örlítið brot af þessum málum sem koma fyrir dóm, þannig að rökréttasta skýringin er sú að starfsmenn Stígamóta og Kvennaathvarfsins, haldi skrá yfir nöfn og kennitölur meintra gerenda. Ef þessi tala, 5000 menn er rétt, og ef við gefum okkur að ofbeldismennirnir séu á aldrinum 18-80 ára, þá merkir það að meira en 4 af hverjum 100 mönnum hegða sér á þennan hátt. Talið er að mun fleiri konur en þær sem leita hjálpar þessarra samtaka verði fyrir ofbeldi og ef það er rétt tilgáta eru þeir menn sem beita konur ofbeldi ennþá fleiri. Er ég svo þrælheppin að þekkja bara mennina sem ekki nauðga og lemja eða eruð þið karlar svona flinkir að blekkja mig?

    ReplyDelete
  2. Ofbeldismenn þurfa auðvitað að skrá sig og þá konu sem þeir beita ofbeldi á www.ofbeldiskallar.org.
    Til að byrja með er bara eitt fórnarlamb á mann, en makaskipti eru leyfð þar sem það hækkar ekki heildarfjölda ofbeldismanna eða fórnarlamba.
    Eftir 2 ára reynslutíma mega þeir bæta einni konu við svo að meðaltalið er ein og hálf kona á mann.

    Annað hvort er það raunin, eða talan er bull.

    ReplyDelete