Tuesday, October 20, 2009

Pétur vs. Atli -- eða Jóhannes??

Á sunnudaginn heyrði ég ekki betur, í útvarpsþætti á RÚV, en að Pétur Blöndal væri að ræða við Atla Gíslason. Nema þetta hafi verið Jóhannes eftirherma, að herma eftir Atla. Það gæti útskýrt ýmislegt, til dæmis hvað sumar lausnirnar sem Atli stakk upp á voru innihaldsrýrar. Hvað ættu íslenskur almenningur að gera í efnahagsmálum? Jú: „Stöndum saman, verum bjartsýn.“ Og hvert var ráð Atla til garðyrkjubænda sem eru að gefast upp vegna hás rafmagnsverðs? Jú: „Haldið haus, verið bjartsýn.“ Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Ef þetta var Jóhannes eftirherma, þá var þetta drepfyndið. Ef þetta var ekki hann, þá var það dapurlegt.

No comments:

Post a Comment