Monday, October 26, 2009

Þorsteinn Pálsson og lýðræðið

Um daginn skrifaði Þorsteinn Pálsson "af kögunarhóli" sínum, að Steingrímur J. Sigfússon ætti erfitt með að hemja flokkinn sinn, og það væri til marks um veikleika VG sem flokks að formaðurinn gæti ekki tekið U-beygju frá stefnu flokksins í meiriháttar málum án þess að það ólgaði allt af óánægju. Þessi hugsunarlausu orð -- eða, ég vona að þau hafi verið skrifuð í hugsunarleysi -- koma upp um ólýðræðislega hugsun Þorsteins sjálfs.

Flokkur vs. formaður
Ef formaðurinn er relatíft sterkur gagnvart flokknum, þá ræður hann bara og flokkurinn samþykkir. Þannig var Davíð, en þannig tókst Þorsteini aldrei sjálfum að verða. Ef flokkurinn er sjálfur sterkur, þá getur formaðurinn ekki ráðskast með hann, heldur veitir flokkurinn formanninum eðlilegt aðhald ef þarf. Nú, það er svo annar handleggur hvort aðhaldið hefur verið eðlilegt í þessu tilfelli. Að mínu mati hefur það alls ekki verið nóg, hvorki að magni né gæðum. Ómöguleg ríkisstjórn á ekki að sitja á friðarstóli og það á ekki að láta hægrimönnum, fasistum, tækifærissinnum eða hræsnurum völlinn eftir til þess að einoka gagnrýnina, og þar með stjórnarandstöðuna, og þar með næstu uppreisn. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

1 comment:

  1. Já þetta virðist vera taktík hjá þeim. Fyrir stuttu var Guðbjörn Guðbjörnsson í Silfri Egils og hann hamraði á þessu þar VG ómögulegir vegna mismunandi skoðana innan þeirra raða. Í sama þætti tíundaði hann margvíslegan klofning í Sjálfstæðisflokknum! Það var allt í lagi.
    Allur málflutningur Sjálfstæðismanna í mörg ár (síðan Hólmsteinn kom á sviðið?) einkennist af spuna.
    Samantekin ráð um að "einelta" ákveðna stjórnmálamenn eða flokka. Eftir smátíma er þetta orðinn sannleikur. VG er á móti öllu, Ingibjörg Sólrún (Borgarnesræðan). Ég las þá ræðu og sá ekki betur en það væri allt satt sem hún sagði þar.
    Sjálfstæðismenn taka allir þátt í spunanum.

    ReplyDelete