Tuesday, October 20, 2009

Landflótti eða bylting

Ef 216 milljarðar falla á þjóðarbúið er það u.þ.b. milljón á hvern vinnandi Íslending, er það ekki? Það er bjartsýnasta spá, sem erir ráð fyrir 90% heimtum úr flaki Landsbankans. Ég sé nákvæmlega enga ástæðu til að taka þessa 90%-tölu trúanlega. Mér finnst hún lykta af almannatengslum, lykta af sykurmola sem við fáum til að auðveldara sé að renna niður beisku meðali, eða, í þessu tilfelli, beiskri ólyfjan. Ef talan er 90%, þá er þetta milljón á hvern vinnandi mann. Ef hún er 80% eru það tvær milljónir. Og svo framvegis. Hver halda þau að láti bjóða sér þetta? Ekki ég, svo mikið er víst. Hér eru plan A, B og C: (A) Íslenskir skattborgarar komast undan IceSave með friðsamlegum hætti, (B) Íslenskir skattborgarar komast undan IceSave með ófriðsamlegum hætti, (C) stór hluti ungu kynslóðarinnar flytur úr landi í kring um 1. janúar 2016, ég sjálfur meðtalinn. Ég hugsa að það sé ennþá of snemmt að fullyrða að leið A sé lokuð, en ég veit ekki hvað hún verður opin lengi.

No comments:

Post a Comment