Friday, October 23, 2009

Hinn ógurlegi harðstjóri hnýsist í einkamál

Ef það er skortur á einhvejru, þá er eðlilegt að fólk sé hvatt til að fara sparlega með það, er það ekki? Það muna allir eftir óskum íslenskra yfirvalda í hittifyrrasumar, um að garðaeigendur væru ekki að vökva garðinn daglega, til að spara vatn, er það ekki? En ef það er heitt vatn sem skortir? Er þá ekki eðlilegt að hvetja fólk til að spara það líka? Til dæmis með því að vera ekki óþarflega lengi í sturtu? Nei, það er ekki eðlilegt -- alla vega ekki ef maður heitir Hugo Chavez. Þá er fréttnæmt að maður sé sérvitur harðstjóri og fyrirsögnin: Chavez bannar þjóðinni að syngja í sturtu.

No comments:

Post a Comment