Ber vinstrimönnum að styðja ríkisstjórn vegna þess eins að hún kallar sig vinstrisinnaða?
Mín afstaða er sú að ég get stutt núverandi stjórn til góðra verka en að öðru leyti geri ég það ekki.
Með öðrum orðum, þá geri ég það almennt séð ekki. Ég styð ekki ríkisstjórn sem þjónar fyrst og fremst auðvaldinu, lætur almenning mæta afgangi, sækir um aðild að ESB, heldur áfram stóriðjustefnu, samþykkir IceSave, hlýðir AGS eða sendir íraska flóttamenn út í dauðann.
Ég geng út frá því að ríkisstjórnin samanstandi af fullorðnu fólki og að því sé sjálfrátt. Enn fremur geng ég út frá því að það sé sæmilega gefið. Því finnst mér eðlilegt að dæma það af verkum sínum. Ríkisstjórnin sannar það á hverjum degi fyrir hverja hún starfar. Það er aum afsökun að aðrir valkostir séu verri.
Tuesday, October 27, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Sammála!
ReplyDelete