Wednesday, October 28, 2009
Villifé eða villimenn?
Útiganga sauðfjár á vetrum er bönnuð af "mannúðarástæðum" ef ég skil það rétt. Þess vegna má villifé á Tálkna ekki ganga frjálst eins og það hefur gert í hálfa öld. Í staðinn er það hrakið fyrir björg -- af mannúðarástæðum, væntanlega, eða handsamað sturlað af hræðslu áður en það er drepið. Ef útiganga sauðfjár er óforsvaranleg, hvað þá með útigöngu hreindýra, hafarna, hrafna eða sela? Er ekki rétt að taka öll villidýr á landinu í hús ef útigangan er svona ómannúðleg? Eða skjóta þau að öðrum kosti? Eða getur verið að þetta sé misskilin mannúð, mistúlkuð og slitin úr samhengi? Væri of mikið að kalla þetta villimennsku?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ég hef verið að leita að umræddri lagaklausu í þessum lögum sem nefnd hafa verið. Ég hef ekkert fundið sem styður þessar fullyrðingar sem settar eru fram til þess að smala saman umræddum rollum.
ReplyDeleteÍ reglugerð nr 60/2000 um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár segir m.a. :
ReplyDelete4. grein Aðbúnaður og innréttingar.
Öllu sauðfé skal tryggt húsaskjól á vetrum. Heimilt er að láta það liggja við opið
þar sem aðstæður leyfa.
Þarna er ekkert talað um villtar sauðfé, og því fellur þessi reglugerð undir þær. Þó svo að í upphafi reglugerðarinnar sé talað um allt sauðfé.
ReplyDeleteFurðulegt að heimskautasauðfé megi ekki ganga laust eins og það hefur gert síðustu árþúsundinn.Að það sé mannúðlegra að loka dýr inni ?! Skrítinn heimur
ReplyDeleteÉg sé litla umhverfisvernd, eða mannúð í því að vita af rollum sem svelta til dauða vegna hungurs að vetri til, eða sem drepa sig á því að vera fastar órúnar úti í náttúrunni að vetri til.
ReplyDeleteÍslenska kindin er ekki heimskautadýr, heldur húsdýr sem á takmarkaða möguleika á að þrauka af íslenskan vetur, svo takmarkaðan að kannski eru þetta 20-30 dýra stofn, þar af kannski 5-10 ómarkaðar 1-3 vetra dýr.
Ef þetta væri heimskautasauðfé þá væri nú stofninn margfallt stærri. Það er hrein og klár mannvonska að skilja þessi dýr eftir sjálfala yfir vetrartímann.
Þetta eru svo fá dýr að ef við skyldum eina fjölskyldu eftir í eyðimörk Sahara við litla vin þar, þá gætum við kallað hana eyðurmerkurættstofn með sömu rökum og þessi dýr eru kölluð heimskautasauðfé.
Þessar skeppnur eru því miður ekki ræktaðar til útiveru og því mannvonska að kvelja þær með því að skilja þær eftir á fjöllum veturlangt.
Maðurinn hefur ekki alltaf vitið fyrir náttúrunni. Ég vil meina að þetta er hrein mannvonska að eltast við þessar útilegu kindur fram af björgum. Leyfa þessu bara að vera frjálst...
ReplyDeleteBókstafstúlkun á ekki við þessi lög að mínu mati. Hugmyndin með þeim er væntanlega að féð hafi það sæmilegt. Ef það hefur það sæmilegt á fjöllum uppi og þekkir ekkert annað, hafandi gengið sjálfala í margar kynslóðir, þá er mannúðlegra að láta það bara halda því áfram.
ReplyDeleteJá, athyglisvert með þessar kindur. Háfætt, forystu- og fjallgöngufé!!! Ætla menn svo beint með þetta fína undaneldi í sláturhúsið? Hvernig væri nú að búa til klettaborg í húsdýragarðinum og leyfa þeim að vera þar? Þær eru þegar orðnar frægar. Þurfum við alltaf að drepa allt villt í landinu? Ísbirnina? M.a.s Bretar eiga a.m.k einn ísbjörn sem nú lifir góðu lífi í skosku hálöndunum. Hann yrði sjálfsagt skotinn hér.
ReplyDeleteSenda svo menn upp í þessar klettahlíðar til að hlýða einhverjum drápsóðum dýralækni og hætta lífi sínu á sama tíma er svo heimskt að engu tali tekur. Já, sauðheimskt!!
ReplyDeleteÉg bara spyr: Afhverju mega hreindýrin ganga villt úti yfir veturinn? Eru þau ekki í sömu hættu og sauðkindurnar? Eða er farið í dýrgreinaálit? Eru dýralæknar rasistar?
ReplyDeleteEinmitt, og ekki má gleyma máfunum og uglunum og músunum og refunum. Já, og öllum fiskunum! Haldið þið ekki að þeim verði kalt á vetrum!?
ReplyDeleteEf þetta gefur ekkert af sér er þetta réttdræpt.
ReplyDeleteEr það ekki svona sem maður á að hugsa?
Um það er dáldill munur á sauðkindinni og villtum dýrum.
ReplyDeleteÍslenska saukindin hefur verið ræktuð til nýtingar öldum saman. Sem dæmi eru ullareginleikar hennar með þeim hætti að gerir henni erfitt fyrir að lifa í mörg ár án afskipta mannsins (þó ekki sé það útilokað)
Í rauninni er ofmælt að kalla kindurnar á Tálkna "villt sauðfé" eða "villifé" Frekar að segja kindur sem hafa gengið úti í einhver ár. hve lengi er erfitt að segja um án frekari upplýsinga (en upplýsingar eru æði misvísandi)
Einnig er tal um sérstakann stofn líka ofmælt. Íslenska sauðkindin almennt séð er einhver hreinræktaðasta skepna sem sögur fara af. Menn reyndu kynbætu með innflutningi með slæmum afleiðingum, sjúkdómum og þess háttar og þess vegna var hætt að kynbæta þannig en í staðinn reynt að betrumbæta stofninn með innlendri ræktun.
Td. tala menn um að sumar kindur í Tálkna séu háfættar. Auðvelt væri að fá fram þann eiginleika með nokkrum kynslóðum með ræktun ef vilji væri fyrir hendi, að mínu áliti, og örugglega má finna háfætt fé hjá bændum sumum núna.
Bara nefna það að féinu var smalað saman og sent í sláturhús. Hvaða máli skiptir það fólk annarstaðar af landinu hvað gert er við nokkrar rollur? Á ekki að leyfa þeim sem þetta snertir (bændum á svæðinu) að ráða þessu?
ReplyDeleteÞað getur verið að íslenskt sauðfé sé með því hreinræktaðasta sem fyrirfinnst. Ætli það tengist því samt ekki, að afbrigðin hafa svo að segja öll verið skorin niður vegna riðu og annarra sjúkdóma? Mér skilst að hér um bil allt fé á Íslandi í dag sé ættað frá Vestfjörðum og N-Þingeyjarsýslu. Það gæti skýrt hreinræktunina, og um leið undirstrikað það að eftirlifandi afbrigði gætu verið þess virði að leyfa þeim að lifa.
ReplyDeleteNú, með ullarfar og lífslíkur, þá held ég að náttúran sjái um sína. Ef þetta fé hefur lifað þarna í áratugi, þá held ég að þar sé svarið komið.
Nafnlaus spyr: "Hvaða máli skiptir það fólk annars staðar á landinu hvað gert er við nokkrar rollur?" Kemur það mér ekki við, vegna þess að ég bý annars staðar á landinu, hvernig er farið með dýr? Eða hvernig er farið með náttúruna?