Monday, October 5, 2009

Baráttudagar í október – ár frá hruni

Helgina 10.-11. október heldur Rauður vettvangur ráðstefnuna "Baráttudaga í október - ár frá hruni". Á henni verður farið yfir stöðuna í þjóðfélaginu í fjórum málstofum. "Bankahrunið og reynslan af fyrsta ári kreppunnar", "Hver fer með völdin á Íslandi?" og "Átök og verkefni framundan" verða á laugardeginum og sameiginlegur kvöldverður um kvöldið. Á sunnudeginum verður fjórða málstofan, "Ný stefna fyrir Ísland", og eftir hana opinn umræðufundur um skipulag nýrrar byltingarhreyfingar. Frummælendur eru Andrea Ólafsdóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Helga Þórðardóttir, Herbert Sveinbjörnsson, Héðinn Björnsson, Jakobína Ólafsdóttir, Kolbeinn Stefánsson, Lilja Mósesdóttir, Vésteinn Valgarðsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Þórarinn Hjartarson og Þórður Björn Sigurðsson.

Rauður vettvangur er félag sósíalista. Það var stofnað árið 2008 og hefur haldið reglulega og óreglulega fundi, Rauðan fyrsta maí og Rauða daga í Reykjavík í júlí sl. Tilgangur félagsins er að leggja sitt af mörkum í endurskipulagningu íslensks þjóðfélags út úr og upp úr kreppu.

Nánari upplýsingar:
www.raudurvettvangur.blog.is
Vésteinn Valgarðsson - 8629067 - vangaveltur@yahoo.com
Þorvaldur Þorvaldsson - 8959564 - vivaldi@simnet.is

No comments:

Post a Comment