Saturday, October 17, 2009

Pakistanskir talibanar

Talibanar gera árás á lögreglustöð í Peshawar, pakistanski herinn talar digurbarkalega en á ekki séns. Ég endurtek: Pakistanski herinn á ekki séns í pakistanska talibana. Þeir eru sprottnir upp úr jarðvegi bláfátækra bænda og eru bændur sjálfir. Þeir eru að berjast gegn raunverulega spilltu og óréttlátu valdi og hafa litlu að tapa. Þeir eru frekar vinsælir á athafnasvæði sínu. Pakistanski herinn er rotin stofnun, og þó sú stofnun sem virkar einna best í Pakistan. Pakistan er misheppnað ríki, það er bara tímaspursmál hvenær það missir dampinn og talibanarnir taka yfir. Hver ætli sé bjartasta vonin í pakistönskum stjórnmálum? Vandi er um slíkt að spá. Ég er enginn sérfræðingur í þeim, en hef fylgst nokkuð með byltingarhreyfingum Suður-Asíu og veit ekki um neitt pakistanskt stjórnmálaafl sem ég mundi álíta framsækið.

No comments:

Post a Comment