Friday, October 30, 2009

Gylfi Arnbjörnsson leggur íslenska alþýðu í einelti

Gylfi Arnbjörnsson er einn versti verkalýðsleiðtogi á Vesturlöndum. Hann er gott dæmi um að það kann ekki góðri lukku að stýra að ráða „sérfræðing“ til þess að sjá um pólitík. Hann berst fyrir stóriðjuauðhringunum, fyrir fjármálaauðvaldinu, stendur á bremsunni í kjaramálum alþýðunnar, boðar að Evrópusambandið sé lausnin á vandamálum okkar og bítur höfuðið af skömminni með því að lýsa yfir stuðningi við svipu- og sultarólaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þegar hin fyrirsjáanlegu spjót réttmætrar gagnrýni standa svo á honum, hvað gerir hann þá? Jú: Fer í fórnarlambshlutverk og lætur eins og hann sé lagður í einelti.

Sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvort Gylfi sé bara svona heimskur. Það er nú einu sinni gagnleg þumalputtaregla að ætla mönnum ekki illan ásetning þar sem heimska eða klaufaskapur duga sem útskýringar. En é get ekki séð að þetta verði skrifað á heimsku, eða a.m.k. ekki heimskuna eina. Hann er ekki heimskari en það að hann hefur lokið háskólaprófi í hagfræði og einhver hefur treyst honum til að vera first hagfræðingur ASÍ og svo forseti ASÍ. Ýmsir menn geta komist í slíkar stöður, en sjaldan heimskingjar.

Heyrt hef ég sagt að Gylfi Arnbjörnsson sé kirfilega flæktur í margs kyns brask persónulega. Ég ætla ekki að dylgja frekar um það, þar sem ég hef ekki nákvæmar heimildir til að vitna í, en spyr mig: Eru nokkrar reglur um að menn verði að gefa upp persónuleg hagsmunatengsl til þess að geta gegnt háttsettum trúnaðarstöðum innan ASÍ? Það gæti verið fróðlegt að sjá slíkt yfirlit, það gæti kannski skýrt ýmislegt.

Ef við strikum heimsku og klaufaskap út af listanum yfir mögulegar orsakir fyrir augljósri vanhæfni Gylfa, hvað stendur þá eftir? Frjálshyggjuheilaþvottur. Valdafíkn. Hroki og dramb. Og svo auðvitað spilling.

Er ég að gleyma einhverju?

1 comment:

  1. Sæll Vésteinn
    það er kannski ágætt að byrja á Alþýðubankanum, þar fór fé mikið, en enginn veit hvert né nokkuð annað um Eignarhaldsfélagið sem hann þó stýrði. Áratug síðar er lífeyrissjóðsmálið í kastljósinu, það þó miklu stærra í sniðum og lyginni líkast. Allt virðist þetta ekki nóg til að hreyfa við nokkru í þessum furðuklúbbi ASÍ, kveðja Einar

    ReplyDelete